Steingrímur sagði ekki satt í Kastljósinu

Steingrímur J. reyndi í Kastljósi að gera lítið úr tilgangi þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun og bætti við, að eftir hana sæti þjóðin uppi með lögin um Icesave I og þau tækju strax gildi og yrði þá að semja upp á nýtt út frá þeim lögum.

Þetta er algerlega ósatt, því í fyrirvörunum við ríkisábyrgðina, sem samþykkt var með þeim lögum var ákvæði þess efnis, að lögin tækju ekki gildi nema Bretar og Hollendingar samþykktu fyrirvarana.  Í samningnum sjálfum var á hinn bóginn tekið fram, að hann öðlaðist ekki gildi, nema samþykkt yrði ríkisábyrgð á hann. 

Þannig var hringtenging á milli samningsins og ríkisábyrgða og á hinn bóginn tenging ríkisábyrgðar við samþykki Breta og Hollendinga.  Kúgararnir höfnuðu fyrirvörunum við ríkisábyrgðina alfarið, þannig að hún mun aldrei taka gildi og þar sem ríkisábyrgðin mun ekki taka gildi, verðu sjálfur samningurinn heldur aldrei virkur.

Með því að segja blákalt framan í þjóðina kvöldið fyrir kosningar, að skattgreiðendur myndu sitja uppi með þrælasamninginn frá því í júní s.l. var Steingrímur að hræða kjósendur með hreinum ósannindum og er það vægast sagt ámælisvert af ráðherra og hreinlega siðlaust.

Framganga Jóhönnu Sigurðardóttur undanfarna daga vegna kosninganna er kapítuli út af fyrir sig og svo skammarlegur, að engin orð ná yfir slíka háttsemi.

Svarið við þessu öllu er góð kosningaþátttaka og niðurstaða sem hlóðar á einn veg:  NEI


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vittu til. Þetta Ríkisstjórnarpakk gefur skít í úrslitinn. Lög skipta ekki máli fyrir Steingrím...

Óskar Arnórsson, 5.3.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Hræðsluáróður er það sem Steingrímur kann best.

Mann setur nú bara hljóðan þegar minnst er á Jóhönnu ....

Jón Óskarsson, 5.3.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ömurlegt að horfa upp á "þjóðarleiðtoga" nánast grátbiðja stuðningsmenn sína að mæta ekki á kjörstað til að nýta einn helgasta rétt fólks í lýðræðisríki.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Maður er oft búinn að halda að botninum væri náð í vonleysi, máttleysi og aumingjaskap núverandi "þjóðarleiðtoga" en þau sökkva bara dýpra í sitt eigið fen. 

Ætli megi túlka þessar yfirlýsingar Steingríms og Jóhönnu þannig að þau óski ekki eftir því að þeir stuðningsmenn flokka þeirra sem ennþá halda tryggð við þá flokka mæti á kjörstað við sveitastjórnakosningarnar í vor og síðan í næstu Alþingiskosningum ?

Jón Óskarsson, 5.3.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Hamarinn

Hvenær segja stjórnmálamenn satt?

Hamarinn, 6.3.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband