Icesave var gagnsókn gegn lánsfjárskorti

Þegar Landsbankinn opnaði Icesave í Bretlandi árið 2006 var það gert til að bregðast við því, að bankinn fékk ekki lengur lán í þeim mæli, sem hann þurfti, til þess að fjármagna lausafjárstöðu sína.  Strax þá hefðu viðvörunarbjöllur átt að hringja, en þvert á móti var þessi "tæra snilld" verðlaunuð sem besta viðskiptahugmynd ársins.

Sama var uppi á teningunum í apríl 2008, þegar Icesave var opnað í Hollandi.  Þá var algerlega orðið lokað fyrir alla lánamöguleika íslenska bankakerfisins erlendis frá og viðbrögð Landsbankans voru þau, að endurtaka "snilldina" í Hollandi.

Strax árið 2006 hefði átt að bregðast við þessu, en þá var ekki ennþá byrjað að renna af mönnum, eftir lánafyllirí undanfarinna ára og í stað þess að draga saman, var tappinn tekinn úr að nýju á árinu 2007 og þá var ekki hætt, fyrr en heimurinn dó "lánafylleríisdauða".  Þá tóku timburmennirnir við og Icesave í Hollandi var t.d. opnað í þynnkukastinu sem fylgdi.

Ábyrgðin á Icesave er auðvitað fyrst og fremst Landsbankans, en eftirlitsstofnanir hefðu átt að sjá í hvað stefndi, a.m.k. á áeinu 2008.

Af þessum margþættu mistökum, súpa Íslendingar nú seyðið.  Aðrar þjóðir glíma við svipuð vandamál vegna sinna bankakerfa.

Banka- og lánasukkið mun ekki endurtaka sig á næstunni, en svo mun þetta sjálfsagt fara í sama farið, að hæfilegum tíma liðnum.


mbl.is Vanræksla hollenska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thank you Sir.....This is about the best description of what happened....

I hope Island will face up to its part.......The money stolen will have to be paid back...I hope you get a good deal with Holland and the UK...........

If it is taken to court, it is going to cost theIcelandic Nation much more than Money. It is going to cost you your reputation as a civilised country......

Fair Play (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er rétt Axel allt að stefna í sömu átt bankarnir verja þá sem stálu og um leið afskrifa stæstan hluta þeirra þegar kemur að almenningi þá er hann plataður með gilli boðum um allt að 25% lækkun höfuðstóls af erlendu með breytu í íslenskt lán með okur vöxtum til fleiri ára niðurstaðan meira borgað og bankinn stelur mismuninum á afskriftum sem hann er búin að fá sem nema allt að 60% erlendis frá. Engin látin svara til saka enn þá og eingin peningur fundin af þýfinu sem þeir komu undan! Vanhæf stjórnvöld sem eru við völd með einstefnu að ESB sama hvað það kostar.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband