Það er vel hægt að vinna Kýpur

Riðill Íslendinga í undankeppni EM árið 2012 er skipaður liðum, sem erfitt verður að vinna, miðað við fyrri reynslu.  Landsliðið hefur oft sett sér háleit markmið á stórmótum, en því hærra sem markið hefur verið sett, því ver hefur gengið. 

Öfugt við landsliðið í handbolta, hefur fótboltaliðið yfirleitt verið þjakað af minnimáttarkennd gagnvart liðum stórþjóða, enda hefur árangurinn verið eftir því.  Landslið kvenna í fótbolta hefur haft mun meiri andlegan styrk en karlaliðið, enda gengið mun betur á móti stórum þjóðum.

Miðað við söguna mun liðið ekki vinna Portúgal, Noreg og Danmörku, en baráttan mun snúast um að tapa með sem minnstum mun.

Með þrotlausum æfingum fram að EM, er góður möguleiki á því, að vinna Kýpur, a.m.k. á heimavelli.


mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósanngjarn samanburður á landsliðum. Handbolti er langt frá því að vera vinsæl íþrótt á heimsvísu á meðan fótbolti er langvinsælasta íþróttin.

Arnþór (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var ekkert verið að bera saman íþróttagreinar, heldur hugarfar.

Axel Jóhann Axelsson, 7.2.2010 kl. 17:04

3 identicon

Við gerðum jafntefli við spán fyrir um 2 árum síðan. Af hverju ættum við þá ekki að geta gert það sama gegn portúgal eða jafnvel unnið þá?  

Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 22:43

4 identicon

Jú, vegna þess að þú talar niður andlegan styrk landsliðsins í knattspyrnu í samanburði við landsliðið í handbolta. Hann þarf ekkert að vera minni heldur en hjá handboltalandsliðinu eða kvennalandsliðinu í knattspyrnu ef út í það er farið. Það er við ofurefli að etja þegar kemur að stórþjóðum í knattspyrnu. "Slakur" árangur karlalandsliðsins í knattspyrnu er ekki útaf einhverri minnimáttarkennd heldur vegna þess að getumunurinn er mjög mikill.

Arnþór (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Knattspyrnuliðið hefur einmitt ekki trú á því, að það geti unnið liðin frá stóru þjóðunum og þess vegna fer það ekki með réttu hugarfari inn í leikina.

Stundum hafa þeir meira að segja farið út að skemmta sér tveim kvöldum fyrir leik, og allir vita að það er ekki góður undirbúningur fyrir landsleik.

Það vantar andlega styrkinn í liðið, það sést vel á handboltalandsliðinu, hvernig það fer samstillt andlega inn í flesta leiki.

Axel Jóhann Axelsson, 7.2.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband