Allt opið og gegnsætt, eins og áður

Formenn þriggja stjórnmálaflokka eru nú í opinni og gagsærri sendiferð fyrir þjóðina og eins og venjulega, í anda "allt uppi á borðum", er ferðin háleynileg og ekkert gefið upp um tilganginn.

Athygli vekur, að hvorki formaður né varaformaður Samfylkingarinnar skuli vera með í för og ekki einu sinni utanríkisgrínari ríkisstjórnarnefnunnar, en líklega skýringin á því að hann er ekki með, er sú, að honum er ekki treystandi fyrir erlendum samskiptum.

Hvort þetta bendir til klofnings milli stjórnarflokkanna á eftir að koma í ljós, en vitað er að Samfylkingin vill alls ekki rugga Icesave-bátnum, en skiptar skoðanir eru innan VG um málið og grunnt á því að upp úr sjóði milli manna, þar í flokki.

Sagt er að þessi sendinefnd eigi ekki að semja um eitt eða neitt, aðeins heilsa upp á ónafngreinda útlendinga, en engin skýring finnst á því, hvers vegna mennirnir notuðu ekki síma, en það er hentugt tæki til að spjalla við fólk.

Sendlarnir koma heim á morgun, en líklega ekki skýra frá neinu um ferðina, í sönnum anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu.


mbl.is Utan til funda vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss.  Þetta hlýtur að vera nauða ómerkilegur fundur.  Steingrímur er bara sendur einn til að verja hagsmuni Breta og Hollendinga.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband