Íslendingar fögnuðu láni

Íslendingar gátu loksins fagnað láni, ekki frá Norðmönnum, heldur gegn þeim í æsispennandi leik, sem tryggði  "strákunum okkar" þátttöku í undanúrslitum á EM í handbolta.

Íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik, en þó var sigurinn aldrei í hættu, þó Norðmenn berðust eins og ljón, til að reyna að koma í veg fyrir að íslenska liðið næði lengra á mótinu.

Jafnvel þó Norðmenn haldi að sér höndum með lán til Íslendinga, til að létta róðurinn í efnahagsuppbyggingunni eftir hrunið, þá lék lánið a.m.k. við þá í leiknum, enda varð þeim ekki að ósk sinni, um að koma íslensku strákunum út úr keppninni.

Norðmenn eru lánlausir á öllum sviðum.


mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband