Jóhanna sér ekkert nema ESB

Jóhanna Sigurðardóttir, er farinn að skrifa í erlend blöð og hefði þá mátt ætla, að skrifin væru fyrst og fremst ætluð til að útskýra lagalegan rétt Íslendinga í Icesave deilunum við Breta og Hollendinga, en það er þó ekki raunin.

Hún segir ítrekað í þessum skrifum, að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum, en gerir aldrei minnstu tilraun til þess að skilgreina þessar skuldbindingar, hvað þá "alþjóðlegar skuldbindingar" Íslendinga.

Það er annað, sem Jóhanna hefur miklu meiri áhuga á, en það kemur glögglega fram í þessari setningu, sem fram kemur í fréttinni:  "„Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu," segir m.a. í bréfinu, sem birtist í  Het Financieele Dagblad og Reutersfréttastofan segir frá."

Manneskjunni getur varla verið sjálfrátt. 

Þessi ESB dýrkun hennar og Samfylkingarinnar, er orðin böl þjóðarinnar.


mbl.is Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sama fólkið og trúði á Sovétríkin eða önnur dýrðarríki ...

omj (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 09:48

2 identicon

Já þetta er eins og Samfylkingin sé innrásarher ESB.

Atli Már (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Raunalega satt hjá þér, Axel Jóhann!

Jón Valur Jensson, 21.1.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skriffinnskubáknið í ESB er lítið minna en það var í Sovétinu forðum og fer versnandi með hverju árinu, sem líður.

Innan fárra ára veður þetta orðið sannkallað Sovét-ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 10:12

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði í vikunni að hann hefði verið fullvissaður um að Íslendingar myndu standa við skuldbindingar sínar hver sem niðurstaðan úr þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði."

Hver gengur um með stimpil frá alþingi og forsetanum og stimplar loforð út og suður, er þessum manni ekki sjálfrátt eða skilur hann ekki að þessi sem "fullvissar" hann hefur ekkert umboð til þess.

Borgarastríð er að verða, því miður, líklegri niðurstaða eftir því sem "loforðum" ráðamanna er spreðað út um allar koppagrundir þar sem útlendingum er lofað að þeir fái Íslenska skattgreiðendur í þrælarí eins lengi og arðræningjunum þóknast bara ef þeir trufli ekki innlimunarferlið að ESB.

Það er eitt að taka þátt í tjóni sem gallað regluverk og lagaumhverfi ESB orsakaði en það sem svokölluðu ráðamenn eru að gera endar einfaldlega með ósköpum.

Eggert Sigurbergsson, 21.1.2010 kl. 10:41

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst það skrítið þið skulið agnúast útí að hún hefur fullkomlega verið sjálfri sér samkvæm. Hún ætlar ekki að breyta neinu í því samningaferli sem er lokið. Til að fá einhverja breytingu þarf nýja ríkisstjórn með ný markmið. Þessi ríkisstjórn hefur ekki sömu markmið og þið eða svoköluð "stjórnarandstaða lyddnanna". Ef lyddurnar eru ekki til í að taka af skarið og fella þessa stjórn breytast markmiðin ekkert. - ég sé eftir því að Jóhanna og Steingrímur skyldu ekki segja af sér þegar Óli tók völdin tímabundið. Nú þegar þetta langur tími er liðinn og lyddurnar Bjarni og Pétur Blöndal hjala einsog kettir í fangi Jóhönnu þarf hún ekki að breyta stefnu sinni.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 10:48

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Gísli, finnst þér virkilega skrítið, að menn skuli agnúast út í málflutning Jóhönnu og Steingríms?  Þau hafa fram til þessa verið dyggir málsvarar Breskra og Hollenskra krúgara gagnvart hagsmunum íslenskra skattgreiðenda, og eins og þú segir, ætla ekki að breyta neinu í málflutningi sínum.

Er til of mikils ætlast, að ráðamenn þjóðarinnar, berjist fyrir hennar hagsmunum, en verji ekki málatilbúnað andstæðinga hennar fram í rauðan dauðann?

Í þessu máli höfum við íslensk lög og tilskipanir ESB okkar megin og því ætti ráðamönnum ekki að vera vorkunn, að halda þeim málstað á lofti.

Öðru vísi höguðu íslenskir stjórnmálamenn sér í þorskastríðunum, en þá stóðu Íslendingar einir gegn "alþjóðasamfélaginu".  Sigruðu samt að lokum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 12:38

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Axel, ég ætlast til þess af ráðamönnum að standa og falla með sínum málum en ekki hringsnúast eftir því hvað aðrir segja þeim að gera fyrst það er þeirra afstaða og tillaga sem í húfi er. Þeir eiga að taka við sem geta betur leist úr málunum og hafa til þess fylgi og eigin sannfæringu. Ég efast stórlega um að svokölluð stjórnarandstaða sé heil á bakvið sinn eiginn málflutning.

Lítur út í mínum augum að Jóhanna geti farið sínu fram eins lengi og hún vill. Hvers vegna á hún þá að beygja sig og gerast erindreki þeirra sem hún er ekki sammála er það ekki óskhyggja? - Það er augljóst að um er að ræða tvo möguleika varðandi áframhaldið a) fella b) styðja í þjóðaratkvæði. Jóhanna hefur ákveðið að styðja eigið frumvarp. Það er ekkert að því í mínum augum. Þeir sem vilja annað verða að tala við aðra en hana.

 Svar mitt er að það er of mikils til ætlast af Jóhönnu að skifta um skoðun einsog vindhani. Hún hefur aðra sannfæringu en þú hvað varðar hag og heill þjóðarinnar og það ber að virða.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 13:54

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, að sjálfsögðu er hver frjáls að sinni skoðun og ekki nema gott um það að segja, að fólk berjist fyrir þeim.

Hins vegar er engin skömm að því að skipta um skoðun, a.m.k. að hluta, ef maður sér að maður er á villigötum, eða hefur misskilið eitthvað.  Það er mannlegt, en hitt er bara þrjóska, að viðurkenna aldrei mistök, eða misskilning, sama hvaða staðreyndir eru á borð bornar.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 14:09

10 identicon

Segjum það eins og það er, konan er orðin snælduvitlaus.. vægt til orða tekið.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:59

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágætis áminning um alvöru þess að verða skuldaþrælar til frambúðar er að finna í grein eftir Gunnar Skúla Ármannsson lækni í Mbl. í gær: Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt? Þar segir hann m.a.:

    • "Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a. land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum, íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir, ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum, Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

    • Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítís er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna ..."

    Og það er ófögur saga! – Lesið greinina sjálfa, allir hafa gott af því !

    En rætt var við Gunnar Skúla í Útvarpi Sögu, sennilega í morgun, og þá er ekki ólíklegt, að þátturinn verði endurtekinn í kvöld.

    Gunnar Skúli er Moggabloggari (skulablogg.blog.is) eins og Helga Þórðardóttir, kona hans, og bræður Helgu, Sigurður í Ginseng og Sigurjón Þórðarson, fyrrv. (og væntanlegur!) alþingismaður.

    Nú sé ég reyndar, að Morgunblaðsgrein Gunnars Skúla er öll komin á bloggið hans, hér: Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt? Þar geta ALLIR lesið hana, og hún er AFAR LÆRDÓMSRÍK, sýnir þar víti til varnaðar!

    Jón Valur Jensson, 21.1.2010 kl. 20:28

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband