Össur aflar stuðnings, eða hitt þó heldur

Össur Skarphéðinsson, utanríkisgrínari, hefur haldið því fram undanfarna daga, að hann liggi í símanum og ræði við alla utanríkisráðherra í Evrópu, sem nenna að tala við hann og segist Össur vera að afla stuðnings fyrir Íslendinga í Icesave-málinu.

Það eina, sem kom út úr samtali grínistans við Milliband, utanríkisráðherra Bretlands, var það að Össur sagðist mega hafa það eftir hinum góða vini sínum, að hann lofaði að flækjast ekki fyrir umsókn Össurar um inngöngu í ESB.

Nú kemur fram annar vinur brandarakallsins, en það er utanríkisráðherra Spánar, sem heldur að hann veiti félaga sínum einhvern stuðning, með því að hóta töfum á afgreiðslu inngöngubrandarans í stórríki Evrópu.

Moratinos, lætur hafa eftir sér í viðtali við Reuters:  "„Ég vonast til þess að íbúar Íslands... sjái aðild að ESB sem framtíðarverkefni," sagði Moratinos. Hann segist vonast til þess að Ísland muni ganga í ESB en á meðan lögin eru ekki samþykkt þá getur það tafið allt ferlið og samningaviðræðurnar."

Það má vel taka undir þá von utanríkisráðherra Spánar, að íbúar Íslands sjái aðild að ESB sem verkefni framtíðarinnar, þ.e. mjög langrar framtíðar, en engar áhyggjur þurfa Íslendingar að hafa, þó inngönguferli og samningaviðræður tefjist nú, því aðild að stórríkinu verður kolfelld, hvort sem er, í atkvæðagreiðslu hérlendis.

Því má ekki láta svona grínáróður hafa nokkur áhrif í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur verður að kolfella lagabreytinguna, til þess að komast í góða samningsstöðu gegn Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu.


mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það var átakanlegt að horfa á brosandi andlit Össurar stórgrínista í fréttum í gær þegar hann sagði af þessu viðtali sínu við Milliband þar sem aðalmálið var greinilega hversu honum var létt að þetta tefði ekki umsóknarferlið.  Sjálft Icesavemálið skipti ráðherrann okkar greinilega engu mál þó það gæti sett okkur að óbreyttu í ánauð hjá Bretum og Hollendingum.

Álíka átakanlegt var að heyra upphaf yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar fyrr í vikunni sem Jóhanna las upp á blaðamannafundi sem var sjónvarpað beint.  Í neðangreindu myndbandi þar sem Forseti Íslands er í viðtali við í fréttaþættinum Newsnight, þá er í upphafi spilað brot úr blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og yfirlýsing Jóhönnu þýdd á ensku og hljómar jafnvel enn ámáttlegar á því tungumáli en á íslenskunni.  Ólafur Ragnar stóð sig hins vegar vel í þessu viðtali og gerir sitt besta í að leiðrétta okkar hlut, en fyrri hluti myndbandsins þar með talið yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er ekki hliðholl Íslendingum.  

http://www.youtube.com/watch?v=vTP3DH5YQhc

Jón Óskarsson, 8.1.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Aldrei hefði maður trúað því að óreyndu að íslenskir ráðamenn væru svona miklar heybrækur.  Aumingjar upp til hópa að forsetanum undanskildum, sá virkar þegar hann fer í gang.

Kjartan Sigurgeirsson, 8.1.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband