Hvenær vitkast stjórnvöld?

Mesta ógæfa Íslendinga í viðskiptunum við Breta og Hollendinga vegna Icesave er hin hörmulega vanhæfa samninganefnd, undir forystu Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem Steingrímur J. sendi til "samningaviðræðnanna".

Nefndin hafði hvorki skilning á evrópskum, eða íslenskum lögum um tryggingasjóði innistæðueigenda, né nennti hún að "hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur", eins og Svavar Gestsson sagði sjálfur og hafði nefndin þó ekki staðið í eiginlegum viðræðum, nema í skamman tíma.

Innlendir og erlendir lögspekingar hafa endalaust reynt að koma þeim skilningi inn í hausinn á íslenskum ráðamönnum, að Íslendingum beri engin skylda til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesaverugl Landsbankans, nú síðast skrifar Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridgeháskóla, grein í Financial Times og vekur athygli á þessu.

Hann segir m.a:  „Í þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga - Fitch sást sú staðreynd einnig yfir þegar fyrirtækið lækkaði lánshæfismat ríkisins 5. janúar. Bretar myndu mæta umtalsverðum hindrunum fyrir dómstólum."

Greinin endar á þennan veg:  "Skilmálar samningsins eins og hann liggur nú fyrir eru andstæðir ráðum sem Elihu Root, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi gaf James Brown Scott, lögfræðilegum ráðgjafa sínum: „Við þurfum alltaf að gæta þess, og sér í lagi í samskiptum okkar við minni ríki, að leggja aldrei til samning sem við myndum aldrei samþykkja ef hlutverkunum væri snúið við.

Þvermóðskan og stífnin í ríkisstjórnarnefnunni, að viðurkenna þau mistök, að hafa sent algerlega vanhæfa "samninganefnd" á fund Breta og Hollendinga er orðinn alger martröð fyrir íslendinga.

Vonandi taka íslensk stjórnvöld sönsum, áður en það verður of seint.


mbl.is Íslandi ber ekki að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er bara eitt vandamál sem háir Íslandi núna og það er samfylkingin,hún er til í að láta almenning borga drápsklyfjar bara til að eina stefnumál sossana nái fram að ganga og það er ESB.Þetta fólk eru æðstu valdhafar landsins og ætti að skammast sín og segja af sér strax....og spruning hvort þetta séu ekki orðin LANDRÁÐ og ætti að taka á sem slíku......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.1.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Nafni; stutta svarið: ALDREI ! Samspillingin og Vinstri Gubb eru án heilbrigðar skynsemi og réttlætiskenndar.

Axel Pétur Axelsson, 8.1.2010 kl. 16:17

3 identicon

en var það ekki sjalla gubban sem bjó þetta til.

gisli (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Syndaaflausn Samspillingar og Vinsta Gubbsins heitir SjallaFLgubb. Samspillingin og SjallaFLgubb er að mínu mati höfuð orsökin af því hvernig komið er.

Axel Pétur Axelsson, 8.1.2010 kl. 19:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona barnahjal skilar ekki miklu inn í umræðuna.  Vonandi er passað upp á að skipta um smekk reglulega.

Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband