Íslendingar beittir viðskiptaþvingunum

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, virðist hafa misst hæfileikann til að tala skorinort um hlutina, eins og hann var þó þekktur fyrir að gera, á meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Fyrir nokkrum dögum, sagði hann á þingi, að af ýmsum ástæðum, sem ekki væri hægt að ræða á Alþingi, yrði að ganga fljótt frá ríkisábyrgðinni til Breta og Hollendinga, vegna skulda einkabanka.

Þegar hann er krafinn svara, um hvaða leyndardómar liggi að baki asanum, sem hann vill hafa á afgreiðsu þrælasamningsins, hrökklast hann úr einu víginu í annað, án þess að skýra mál sitt almennilega.

Þetta kemur þó fram í fréttinni:  "Hann sagði að af skiljanlegum ástæðum hefði ekki verið talað hátt hér á landi fyrstu vikurnar eftir að grímulausar hótanir bárust frá aðilum innan Evrópusambandsins um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave. "

Enn eru hlutir gefnir í skyn, án þess að útskýra þá nánar. 

Hvaða grímulausu hótanir bárust frá ESB um að láta Íslendinga hafa verra af ef þeir drifu sig ekki í að klára Icesave?

Steingrímur J. þyrfti að fara að tala þannig, að hann skiljist.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband