Skattleggjum súrefnið, það er stöðugur tekjustofn

Skattabrjálaða ríkisstjórnin hefur nú boðað, að sjómannaafsláttur skuli felldur niður í áföngum og réttlætir það með því, að ekki sé sanngjarnt að ein stétt njóti meiri skattfríðinda, en önnur, enda sé sjómannaafslátturinn í raun ekkert annað en launauppbót til sjómanna frá ríkinu.

Sjómannaafslátturinn hefur verið við lýði í um það bil fimmtíu og fimm ár og var ekki fyrst og fremst hugsaður sem launauppbót, heldur var ríkið að koma til móts við sjómenn vegna langrar og erfiðrar fjarveru frá fjölskyldum sínum og þeirri þjónustu sem ríkið veitir landkröbbunum, en sjómenn fara á mis við ýmsa þjónustu, sem er niðurgreidd af ríkinu, en hinir njóta til fulls.

En þar sem þetta er réttlætt með því, að ein stétt skuli ekki njóta fríðinda umfram aðrar, ættu þingmenn að líta sér nær og skattleggja þær sextíu þúsund krónur, sem þeir fá greiddar skattfrjálsar í hverjum mánuði og eru sagðar eiga að koma á móti ýmsum útlögðum kostnaði þeirra.  Sanngjarnt og eðlilegt hlýtur að vera, að þeir greiði fullan skatt af þessari upphæð, a.m.k. þeim hluta, sem þeir geta ekki framvísað kostnaðarreikningum fyrir.

Í fréttinni kemur einnig fram, að nú skal skattleggja rafmagnið og heita vatnið, sem almenningur notar til að lýsa upp heimili sín og halda þeim heitum yfir kaldasta árstímann.

Þá er nánast búið að skattleggja allar lífsnauðsynjar, aðrar en súrefnið sem fólk andar að sér algerlega ókeypis.  Það er hlýtur að vera óþolandi fyrir skattaóða ríkisstjórn, að vita af slíkum tekjustofni óskattlögðum.

Það er einfalt að reikna út meðalársnotkun súrefnis á mann og skattleggja samkvæmt því.

 


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki að koma þessari óstjórn frá völdum hið fyrsta?

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband