Indriði samur við sig

Sá embættismaður, íslenskur, sem dyggilegast hefur barist fyrir málstað Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, er Indriði H. Þorláksson, sem er aðstoðarmaður fjármálajarðfræðingsins og hefur í hans umboði selt íslenska þjóð í ánauð til áratuga.

Indriði var, ásamt Svavari Gestssyni, sá sem algerlega klúðraði upphaflegum "Icesavesamningi" og var síðan sendur til Bretlands og Hollands og átti þar að kynna fyrirvara Alþingis við þrælasamninginn, sem hann hafði sjálfur skrifað undir og var því ekki heppilegasti talsmaðurinn til að kynna fyrirvarana, enda klúðraði hann málunum aftur.

Í stað þess að kynna fyrirvara Alþingis, eins og honum hafði verið falið, tók hann eingöngu við skipunum frá kúgurunum um hvernig þeir vildu að Alþingi Íslendinga gengi frá málinu og kom til baka með lítið breytta þrælaskilmála frá fyrri klúðursferð sinni.

Vegna forsögunnar tekur enginn mark á því sem Indriði segir um þessa þrælasamninga vegna skulda Landsbankans.

Því miður munu íslenskir skattgreiðendur finna fyrir þessu klúðri Indriða á bökum sínum næstu áratugi.

 


mbl.is Vísar áliti Gros á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ötull baráttumaður umbjóðenda sinna myndi reyna flestar leiðir sem bætt gætu hag umbjóðendanna, jafnvel þó svo hann teldi þær ekki vænlegar.  Baráttumaðurinn velur frekar að fá höfnun en að reyna ekki.  Indriði er sjálfsagt baráttumaður, bara ekki okkar baráttumaður!

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 12:29

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Indriði er í bullandi vörn út að gjörðum sínum og pólitískufélaga sinna. Annars á Steingrímur Gullið - hann er toppurinn á Icesave-jakanum og veður minnst þanning.

Birgir Viðar Halldórsson, 23.11.2009 kl. 12:36

3 identicon

Alveg hárrétt hjá þér Axel !

Indriði þessi veigraði sér ekki við það að tvískatta fátækt fólk (venjulega launþega sem unnu hluta úr ári erlendis) hér á árum áður af því að hann mátti það.  Ósympatískara gerpi er erfitt að finna og líklega ekki meiri aula (ásamt Svavari Gestssyni) til að sitja í samninganefnd þar sem mikið liggur við og þjóðarhagsmunir eru í veði.

Halli (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband