Flestir munu greiða að fullu

Lög voru samþykkt á Alþingi í gær um greiðslujöfnun lána, bæði húsnæðis- og bílalána og mun greiðslubyrði húsnæðislána lækka að meðaltali um 17% frá og með 1. desember n.k.  Jafnframt er gert ráð fyrir allt að þriggja ára lengingu lána, frá upphaflegum lánasamningi.

Líklegt er að með þessum aðgerðum, þ.e. að miða afborganir við greiðslujöfnunarvísitölu, muni flestir ná að greiða upp allt sitt húsnæðislán, jafnvel á upphaflegum lánstíma, sem í mörgum tilfellum er fjörutíu ár.  Annað verður líklega upp á teningnum varðandi bílalánin, þar sem þeirra lánstími er miklu styttri en húsnæðislánanna og því verður örugglega talsvert um afskriftir vegna þeirra, að liðnum þriggja ára lánalengingunni.

Ef ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar kemst í lag á næstu árum og þróunin verður svipuð og hún hefur verið undanfarna áratugi mun það misgengi, sem nú hefur orðið milli launa og neysluverðvísitölu, breytast til hins betra og laun hækka umfram verðlag, eins og var t.d. undanfarin tuttugu ár.  Um þennan mismun á milli launa- og neysluverðsvísitölu var t.d. bloggað hérna

Af samanburðinum í blogginu, sem vísað var til hér að framan, sést að greiðslubyrði verðtryggða lána léttist umtalsvert á þessum tuttugu árum, sem tekin eru til viðmiðunar, en margir virðast standa í þeirri trú, að verðtryggingin hafi verið allt að drepa á undanförnum árum.

Oft hefur orðið misgengi á milli launa og verðlags um skamman tíma, en launahækkanir hafa ávallt orðið meiri til langs tíma, enda ekki hægt að líkja kaupmætti núna við það sem var fyrir tuttugu árum.

Með skárri ríkisstjórn, en nú situr, kemst aftur á jafnvægi í þessu efni á nokkrum árum.


mbl.is Lenging greiðslujöfnunar að jafnaði 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband