Hvaða stuðningur, Össur?

Grínistinn, Össur Skarphéðinsson, hélt uppistand á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og notaði tækifærið til þess að hæðast að norðurlandaþjóðunum og jafnvel alþjóðasamfélaginu eins og það leggur sig.

Grínarinn ræddi um efnahagskreppuna og afleiðingar hennar fyrir Íslendinga, framkomu fjármálabaróna og siðleysi þeirra, krafðist lokunar skattaparadísa og breytt siðgæðis í viðskiptum framtíðarinnar.  Þetta var allt rétt og satt hjá honum, en svo fór hann að skrökva því, að efnahagur Íslands væri byrjaður að rétta úr kútnum og bjart væri framundan á næsta ári.

Svo skipti Össur yfir í háðið og grínið, þegar hann sagði að á þessum örlagatímum í lífi þjóðarinnar, hefðu norðulöndin ekki brugðist okkur vinum sínum og svo þakkaði hann nánast öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fyrir ómetanlegan stuðning á þessum erfiðleikatímum.

Ekki er víst, að mikið hafi verið hlegið í salnum undir uppistandinu, því líklega hafa fulltrúarnir ekki skilið grínið, líklega hafa þeir frekar reiðst, hafi þeir skilið háðið.

Það er ekki til stuðningsöflunar við málstað Íslands, að hæðast að öðrum þjóðum.

Líklegra er til árangurs, að koma hreint fram og grínast eingöngu á heimavelli.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband