Ósýnilegi maðurinn

Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, virðist telja að það sé hluti af forsætisráðherrastarfinu að vera í feluleik við almenning í landinu og fjölmiðla, ekki síst erlenda fjölmiðla.  Hún telur sjálfa sig ámóta sýnilega og aðra forsætisráðherra, en virðist ekki skilja, að nú eru aðrir tímar í þjóðfélaginu og hlutverk forsætisráðherra á að vera að tala upp atvinnulífið og telja kjark í þjóðina og efla trú hennar á framtíðina.

Það er afar lýsandi fyrir afstöðu hennar, það sem fram kemur í fréttinni;  "Það vakti athygli blaðamanns þegar hann bjó sig undir að taka viðtal við leiðtoga þjóðarinnar að starfsfólk hótelsins, Hilton Reykjavík Nordica, hafði ekki hugmynd um hvað stæði til. Óvissa ríkti um viðtalsstaðinn og gerðu blaðamenn um hríð ráð fyrir að ná tali af forsætis- og fjármálaráðherra í anddyri hótelsins. Þegar Jóhanna gekk inn í hótelið kom það henni í opna skjöldu að til stæði að efna til blaðamannafundar. Að fundinum loknum var heldur ekki gert ráð fyrir að blaðamenn þyrftu næði eða stað til að skrifa á netið."

Undirbúningurinn var ekki betri en þetta og hinn meinti forsætisráðherra ekki betur undirbúinn, þrátt fyrir að um morguninn hefði verið tilkynnt um blaðamannafund á Hilton síðdegis.

Það er ekki ofsagt, að kauðshátturinn er fastur fylgifiskur meints forsætisráðherra og vinnuflokks hennar.


mbl.is Ekkert síður sýnileg en forverar hennar í forsætisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband