Handrukkarinn að störfum

Ekki hafði fyrr birst á vef Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og Íslands, yrði tekin fyrir á stjórnarfundi sjóðsins þann 14. september, að dagskráin var afturkölluð og sagt að um misskilning væri að ræða.  Ekkert er sagt um, hverjum þessum misskilningur er að kenna, eða hver birtir stjórnarfundardagskrá á vef sjóðsins án þess að skilja hvað hann er að gera.

Líklegasta skýringin er auðvitað sú, að þrælahaldararnir í Bretlandi og Hollandi hafi beitt áhrifum sínum innan sjóðsins til þess að stoppa málið af, enn einu sinni, vegna þess að þeir ætla að halda áfram að sveifla þrælapískinum yfir Íslendingum, þangað til þeir falla frá fyrirvörunum um ríkisábyrgðina á Icesaveskuldum Landsbankans.

Norðurlöndin og aðrar "vinaþjóðir" Íslendinga í Evrópu munu standa þétt við bakið á þrælahöldurunum, eins og þær hafa gert fram að þessu.

Lönd, sem eiga slíkar vinaþjóðir, þarfnast engra óvina.


mbl.is Ekki á dagskrá 14. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

þetta er bara svona. við þurfum ekki á neinum óvinum að halda, þegar vinirnir á Norðurlöndum haga sér svona !

Vestarr Lúðvíksson, 7.9.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: ThoR-E

mikil vonbrigði.

nú er búið að samþykkja Icesave m/fyrirvörum reyndar... en samt halda þeir áfram kúgununum. Ætli það sé ekki verið að reyna að fá okkur til að falla frá þessum fyrirvörum.

Nei... við þurfum ekki óvini.. með svona "vinaþjóðir" ... 

ThoR-E, 7.9.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband