Misvísandi yfirlýsingar

Forsætis- og fjármálaráðherra halda því ennþá fram, að fyrirvarar Alþingis "rúmist innan Icesave samningsins" og líta ekki á þá sem gagntilboð til Breta og Hollendinga.  Ekki reikna þeir heldur með að fyrirvararnir verði til þess að Bretar og Hollendingar sendi gagntilboð til baka.  Þó kemur fram í fréttinni að þeim er ekki alveg rótt, því þar segir:  "Fjármálaráðherra segir boða gott að Bretar og Hollendingar séu varfærnir í yfirlýsingum um fyrirvara við Icesave-samninginn. Það bendi til að þeir vilji skoða málið vel. Hann neitar því ekki að hann hafi talsverðar áhyggjur af niðurstöðunni."  Einnig er sagt:  "Steingrímur segir að það skapi mikla óvissu ef Bretar og Hollendingar samþykki ekki fyrirvaranna."

Stjórnarandstæðingar halda því fram, að fyrirvararnir jafngildi höfnun á samningnum og verður að teljast stórmerkilegt, að þeir sem sameinuðust um fyrirvarana skuli skilja þá gjörsamlega öndverðum skilningi.

Ráðherrarnir eru tvísaga í málinu og verða að fara að koma sér niður á eina túlkun, bæði til að útskýra málið fyrir Íslendingum og ekki síður umheiminum og þá kannski ekki síst nýlenduherrunum í Bretlandi, Hollandi og öðrum ESB löndum.

Þetta er ekki trúverðug framganga af hálfu ráðherranna og lítt til þess fallin að varpa ljósi á málið.


mbl.is Býst ekki við gagntilboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband