Formaður sem ekki styður stefnu eigin flokks

Þegar flokkur vinstri grænna var stofnaður árið 1999 var samþykkt sú afdráttarlausa stefna, að Ísland skyldi ekki sækja um aðild að ESB, enda væri hagsmunum landsins best borgið utan sambandsins.  Þetta hefur verið  margáréttað á landsfundum flokksins alla tíð frá stofnfundinum.

Vegna þessarar afdráttarlausu afstöðu flokksins, hefði mátt ætla að þingmenn flokksins myndu fylgja þessari stefnu fram af miklum krafti og ekki láta Samfylkinguna kúga sig til að breyta um kúrs í þessu brýna hagsmunamáli.  Þrátt fyrir að Samfylkingunni þykji hæfa að treysta á Framsókn og Borgarahreyfinguna til þess að tryggja málinu framgang, þá beytir hún einstaka þingmenn VG hótunum um stjórnarslit, ef þeir standa ekki og sitja eins og Jóhönnu þóknast.

Merkilegast af öllu er, að formaður VG og fleiri þingmenn flokksins, skuli ekki styðja margsamþykkta stefnu síns eigin flokks.

Það staðfestir að hugsjónir þessara manna eru eins og hver önnur söluvara, sem seld er hæstbjóðanda hverju sinni.


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að vera á móti því að þjóðin kjósi um aðild?

Gummi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband