Bestu vinir Íslendinga

Sænska ríkisstjórnin hefur af alkunnri elskusemi sinni og sem hluti af hinum norrænu bestu vinum Íslands, samþykkt að lána Íslendingum sinn hluta af sameiginlegu 2,5 milljarða láni norðurlandanna.

Lán þetta tengist áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um framkvæmd endurreisnar efnahags Íslands.  Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu í dag undir "stöðugleikasáttmála" AGS, sem vinnuflokkur Jóhönnu, ríkisverkstjóra og Steingríms Jong Sig., fjármálajarðfræðings, á að starfa eftir næstu tvö ár, ef hann lifir Icesave málið af.

Fréttin af þessu rausnarlega vinarbragði norðurlandaþjóðanna endar að vísu á þessu:  "Þá kemur fram, að norræna lánið verði greitt út í fjórum jöfnum greiðslum eftir að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi staðfest fyrstu fjórar endurskoðunirnar á íslensku áætluninni."  

Eitthvað mun nú dragast að "vores nordiske venner" þurfi að draga upp tékkheftið, því AGS er ekki einu sinni búinn að staðfesta aðra endurskoðun sína á íslensku áætluninni, en það átti að gerast í febrúar síðast liðnum og hefur því nú þegar dregist um fjóra mánuði, vegna þess að vinnuflokkur Jóhönnu hefur ekki staðið við neitt af því, sem að honum hefur snúið.

Með sama áframhaldi verður jafnvel "stöðugleikasáttmáli" AGS runninn út, þegar okkar norrænu vinir þurfa að fara að telja saman aurana í sína fyrstu greiðslu af fjórum.

 


mbl.is Svíar samþykkja lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skil bara ekki hvers vegna Svíar eru að lána drullusokkum á borð við okkur. Ég hefði brjálast ef ég væri sænskur ríkisborgari.

Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 17:34

2 identicon

Ég skil þá vel að bíða með þetta og lána okkur ekki þegar svona mikil óvissa er. Því ef kemur svo í ljós að við getum ekki borgað, og verðum kannski gjaldþrota...

Axel (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband