Ríkisstarfsmenn vilja skattahækkanir

Stöðugleikasáttmálinn fyrirhugaði er í óvissu vegna þeirrar afstöðu ríkisstarfsmanna að þeir krefjast stórhækkaðra skatta á atvinnulífið og almenning, til þess að alls ekki verði fækkað um eitt einasta starf hjá hinu opinbera. 

Árni Stefán Jónsson, staðgengill Ögmundar ráðherra hjá BSRB, lætur mbl.is hafa eftir sér:  "„Við viljum fara tekjuleiðina," sagði Árni og átti við að hann kysi að auka tekjur ríkisins með hærri sköttum frekar en að skera niður í velferðarkerfinu." 

Auðvitað er þessi skattahækkanakrafa sett í þann fallega búning, að betra sé að hækka skatta, frekar en að skera niður í velferðarkerfinu.  Bara orðið sjálft, velferðarkerfi, er svo heilagt, að engum dirfist að láta sér detta í hug að þar megi spara eina einustu krónu, hvað þá að segja það upphátt.  Þess vegna er hægt að réttlæta allt sukk og svínarí hjá hinu opinbera með því að segja alltaf að ekki megi "skera niður í velferðarkerfinu".

Að sjálfsögðu meinar Árni alls ekki það sem hann segir með þessu, heldur meinar hann að ekki megi setja starf eins einasta ríkisstarfsmanns "í hættu" með sparnaði í ríkiskerfinu almennt.  Það er líka þess vegna sem aðal ráð ríkisstjórnarinnar til sparnaðar er að skera niður framkvæmdir, frekar en rekstur.  Þannig er störfum á almennum vinnumarkaði fórnað fyrir opinber störf, enda koma kjósendur vinstri flokkanna helst úr röðum opinberra starfsmanna.

Þetta er allt spurning um atkvæði, en ekki þjóðarhag.


mbl.is Deilt um leiðir í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband