Smjörþefurinn af því sem koma skal

Hannes Smárason, útrásarmógúll, kærði húsleit Sérstaks saksóknara á heimilum sínum tveim við Fjölnisveg og hefur héraðsdómur nú kveðið upp þann úrskurð, að húsleitin hafi verið fullkomlega lögleg.  Ekki er ólíklegt að Hannes kæri þennan úrskurð til Hæstaréttar og mundi það þá tefja málið um einhverjar vikur.

Þetta er bara forsmekkurinn að því sem koma skal í meðferð kærumála á hendur útrásargörkunum, því eins og einhverjir muna, þá gekk á endalausum kærum til héraðsdóms og hæstaréttar um hvert smáatriði varðandi Baugsmálið fyrsta, enda tókst að tefja það mál árum saman fyrir dómstólunum.  Allur tíminn var síðan notaður af lögfræðinga- og fjölmiðlahirð Baugsmanna til að vekja og viðhalda samúð almennings með "ofsóttu sakleysingjunum".  Reyndar er vægt til orða tekið, að kalla það samúð, þar sem um hreint múgæði var að ræða gegn ákæruvaldinu og með sakborningunum.

Baugsmálið fyrsta er aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal á næstu árum, þegar málaferli hefjast á hendur banka- og útrásarvíkingum og innlent og erlent lögfræðingalið hefst handa við að hártoga og véfengja hvert einasta orð, sem frá embætti Sérstaks saksóknara kemur.  Nú þegar er byrjað að gera lítið úr persónu saksóknarans og Evu Joly, aðstoðarmanns hans og mun þessi róður verða hertur, eftir því sem lengra líður.

Munurinn er sá, að múgæsingin hefur snúist við, frá því sem áður var. 


mbl.is Húsleit hjá Hannesi lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggvinur - drum 

yes siree!, Bob!!

DrumBoy (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband