Ríkisvinnuflokkur án jarðsambands

Fyrir nokkrum dögum sagði Jóhanna, ríkisverkstjóri, að niðurskurður ríkisútgjalda yrði minni en áður hefði verið talað um, þar sem hagvöxtur næðist fyrr en áður var talið og myndi það gefa ríkissjóði 70 milljarða upp í fjárlagagatið, strax á árinu 2010.  Þetta töldu allir til marks um hvað ríkisvinnuflokkurinn hefði lagt mikla vinnu í að greina og meta ástandið framundan.

Nokkrum dögum síðar kemur þetta fram:  "Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. „Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta,“ segir Jóhanna. "

Nú hefur ríkisstjórnin setið í fjóra mánuði og fyrst núna á að fara að vinna mjög hratt og það á allra næstu dögum.  Í fréttinni kemur einnig fram að:  "Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. „Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður.“

Ríkisstjórn, sem eyðir tímanum í alls kyns óþarfa eins og t.d. þras um ESB aðild, og sér ekki efnahagserfiðleikana í réttu ljósi, fyrr en eftir fjögurra mánaða setu, er varla viðbjargandi.

Almennignur í landinu er búinn að vita af þessum erfiðleikum í átta mánuði og hefur verið að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til eflingar þjóðartekna og atvinnulífs.

Einhver þyrfti að jarðtengja ríkisvinnuflokkinn.


mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband