Misjöfn meðferð glæpamanna

Fyrir nokkrum vikum brutust glæpamenn inn í íbúðarhús, misþyrmdu íbúum og rændu síðan ýmsum munum úr húsinu.  Þessir glæpamenn voru dæmdir í margra vikna gæsluvarðhald á meðan beðið er dóms í málinu og sátu enn í steininum, þegar síðast fréttist.

Í síðustu viku var framið álíka innbrot, húsráðanda misþyrmt og munum rænt.  Þá brá svo við að glæpamennirnir voru yfirheyrðir og sleppt aftur að því loknu.  Ekki verður séð að mikill munur sé á þessum glæpum, en meðferð glæpamannanna hins vegar gjörólík.

Annar glæpamannanna úr seinna ráninu var varla orðinn laus, þegar hann framdi annað álíka rán í heimahúsi um miðjan Hvítasunnudag.  Nú er hann úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Skyldu glæpamenn fá mismunandi meðferð, eftir því á hvaða nesi glæpirnir eru framdir?


mbl.is Innbrotsþjófur í tveggja vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Hér er þetta mikla ljóð um Neskaupstað viðeigandi

Nes, nípa, fles

Nákvæmt kompás afles

Einhver Ágúst, 2.6.2009 kl. 10:51

2 identicon

Ómögulegt ad segja.  Good lögga Bad lögga? 

Nonni (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Annars er þetta mikið einfaldar en þú heldur, það er bara ekkert pláss.

Einhver Ágúst, 2.6.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband