Stjórnin að vakna

Hér hefur oft verið bloggað um þann niðurskurð ríkisfjármála, sem bæði er nauðsynlegt að ráðast í og er einnig samningsbundið við AGS að jafnvægi verði náð í síðasta lagi árið 2013.  Því var alltaf spáð, að stjórnin myndi ekki fást til að ræða þetta fyrr en eftir kosningar og reglulegar bloggfærslur alveg frá 11/02 (sem má sjá hér ) hafa litla athygli vakið.  Líklega hefur almenningur alls ekki viljað horfast í augu við þessar staðreyndir fyrr en núna, en ríkisstjórnin hefur auðvitað vitað þetta frá haustdögum 2008, en viljandi haldið þessum upplýsingum leyndum, eftir mætti.

Loksins núna, 25. maí 2009, segir Jóhanna, ríkisverkstjóri:  „Erfitt verður að ná fram verulegri lækkun stýrivaxta, sem er lykilatriði fyrir heimilin og fyrirtækin, nema einnig verði á sama tíma verði gripið til róttækra og sársaukafullra aðgerða í ríkisrekstrinum, með niðurskurði útgjalda og skattabreytingum. 170 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs verður að eyða fram til ársins 2013."

Í stjórnarsáttmálanum var ekki eitt einasta orð, um hvernig þessum halla skyldi mætt og enn er notast við það almenna orðalag, að þetta verði sársaukafullar aðgerðir, án þess að útskýra það nokkuð nánar.  Ekkert samkomulag mun vera milli ríkisstjórnarflokkanna um niðurskurðinn og því var gripið til þess ráðs að leggja fram tillögu um ESB aðild, til þess að dreifa athyglinni frá þessu grafalvarlega máli.

Ef ekki er hægt að lækka stýrivexti meira, vegna getuleysis stjórnarinnar í efnahagsmálum, mun heimilum og fyrirtækjum halda áfram að blæða og ný búsáhaldabylting mun skella á fyrr en varir.

Nú er tími kominn til, að ríkisstjórnin fari að koma sér saman um aðgerðir, eða koma sér frá.

 


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband