Baugsmál - gömul og ný

Nú er loksins farið að sjást fyrir endann á þeim Baugsmálum, sem hófust á árinu 2003, en nú er komið að málflutningi í skattahluta þess.  Her lögmanna hefur tekist að þvæla þessi mál og tefja fyrir dómstólum í rúm fimm ár og snúa út úr og afbaka allar ásakanir ákæruvaldsins, með þeim árangri að sýknað var í flestum ákæruliðum.  Aðeins voru Baugsmenn dæmdir sekir í þrem ákæruliðum af þeim fjörutíu, sem lagt var upp með.

Ekki var nóg með að helstu lögfræðistofur landsins, með tugi lögfræðinga, kæmu að vörn málsins, heldur var annar her ímyndarfræðinga ráðinn til þess að vinna almenningsálitið á band sakborninga og tókst það svo vel, að almenningur trúði því, að um árásir pólitískra óvildarmanna væri að ræða á hendur blásaklausum velgjörðarmönnum alþýðunnar.  Er það einhver fræknasti sigur í áróðursstríði sem um er að ræða í Íslenskri sögu.  Nú vill hins vegar enginn kannast við að hafa fylkt sér í lið með Baugsliðinu.

Þessi gömlu Baugsmál, sem þó hafa tekið þetta langan tíma, eru sennilega bara smámál, miðað við það sem koma hlýtur út úr rannsóknum sérstaks saksóknara og Evu Joly á Baugsmálum hinum síðari.  Miðað við tímann, sem gamla málið tók í dómskerfinu, munu líða afar mörg ár þangað til niðurstaða fæst úr Baugsmálum hinum síðari. 

Þegar nýju málin fara í gang, mun Jóhannesi í Bónus og ímyndarhermönnunum verða beitt aftur, til að fegra ásjónuna gagnvart almenningi.

Munurinn er sá, að þá mun enginn trúa þeim.


mbl.is Baugsmálinu ekki vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baugs lögfræðingarnir  stjórnuðu  beggja megins við borðið. Sjá þetta  lið  í sjónvarpinu þegar það kom gangandi eftir Austurstræti  í Dómshúsið þetta minnti mig á Sópran glæpagengi sem reyndist svo vera rétt ágiskun hjá mér. Í aðdraganda af þessu máli fóru þeir á stað Glitnis mafían, Gullkóngarnir Björgúlfsfeðgar úr Landsbankanum, og KB undrin stálu peningum landsmanna í skjóli nætur. Baugsmálið skyggði á það sem var að gerast í kringum okkur. þetta lið gengur enn laust.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband