18.4.2009 | 15:21
Stór ósigur
Ef fer sem nú horfir með stuðning við stjórnmálaflokkana í komandi kosningum, mun þjóðin bíða sinn stærsta ósigur í langan tíma. Sigur vinstri flokkanna í kosningunum mun koma þjóðinni í enn verri stöðu, en hún nú er í.
Vinstri flokkarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leyndu fyrir kjósendum hvað þeir hyggjast gera eftir kosningar, annað en að lækka laun og hækka skatta. Hugmyndaflug í skattpíningu hefur aldrei brugðist þessum flokkum. Vandamálið er hinsvegar að heimilin í landinu hafa ekkert bolmagn til þess að taka á sig aukna skattbyrði um þessar mundir og ekki heldur launalækkanir. VG reynir að draga úr tali sínu um launalækkanir og er nú farið að boða aukinn launajöfnuð, án þess að útskýra það frekar og án þess að gefa upp hverjir skuli lækka.
Ennfremur forðast þeir eins og heitan eldinn, að skýra frá því hvernig þeir ætli að skera niður ríkisútgjöld. Þeir vilja ekki einu sinni ræða um hvernig á að spara á þessu ári, hvað þá á næstu þrem árum, en þá verður að skila hallalausum fjárlögum. Gefið er í skyn að neyðarfjárlög verði sett strax eftir kosningar, en enginn fær að vita hvað þau eiga að innihalda, enda er engin samstaða milli VG og Smáflokkafylkingarinnar um hvar skal skera niður.
Takist þeim að tóra út árið og nái að setja saman fjárlög fyrir árið 2010, með 80 milljarða niðurskurði í bland við skattahækkanir, skal því spáð hér og nú, að ríkisstjórnin mun í síðasta lagi springa seinni hluta ársins 2011, vegna ósamkomulags um ríkisfjármálin.
Þá verður ósigur þjóðarinnar orðinn að hreinni niðurlægingu.
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athugaðu eitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki valkostur fyrir heiðvirt fólk. Var það kannski einhvern tímann, en er það ekki í dag. Þess vegna er hann að tapa 25-30 þúsund atkvæðum. Eftir sitja 20-25%. Það er að mestu eiginhagsmunaliðið. Býsna margir í þeirri sveit!
Björn Birgisson, 18.4.2009 kl. 16:21
Ef fer fram sem horfir og þú lýsir hér að ofan Axel, þá spái ég því að ný búsáhaldabylting verði gerð og ríkisstjórn vinstri flokkanna hrakin frá eins og átti sér stað í vetur, en hvort sömu aðilar munu koma þar að verki á ég ekki von á.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.