Sjálfstæðisflokknum að kenna?

Í fréttatilkynningu frá Capacent kemur fram að gerð hafi verið stærsta alþjóðlega samanburðarkönnunin um áhrif fjármálakreppunnar á almenning, en hún tók til 25 landa.

Hér á landi hefur því verið logið að almenningi, með góðum árangri, að kreppan sé Sjálfstæðisflokknum að kenna, því hann hafi innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum í ríkisstjórn.  Þetta frelsi var reyndar svipað og í öðrum löndum, enda í samræmi við lög í EES löndunum.  Hvergi í veröldinni, annarsstaðar en hér, er skuldinni skellt á ríkisstjórnir, hvað þá einstaka stjórnmálaflokka, hvernig komið er fyrir efnahagslífi heimsins.  Annarsstaðar en hér á landi gera menn sér grein fyrir því, hvað það var sem olli þessu ástandi, þ.e glæframennska fjármálafyrirtækja, sem þóttust fara að lögum, en skautuðu (ó)snyrtilega framhjá þeim.

Í fréttinni segir:

"Af könnuninni má ráða að Argentína, Ástralía, Frakkland, Ísland, Ítalía, Japan, Spánn, Bretland og Bandaríkin eigi í mestum erfiðleikum vegna efnahagskreppunnar."

Hefur einhver heyrt að í þessum löndum, öðru en Íslandi, sé öðrum en fjármálafurstum kennt um ófarirnar?

Mikil er sök Sjálfstæðisflokksins, ef honum hefur tekist að kollvarpa fjármálakerfi allra 25 ríkjanna.


mbl.is Íslendingar draga mest úr útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega!

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 15:25

2 identicon

Þegar brjálæðið bráir af mönnum – eins og þegar virðist sem farið sé að votta fyrir – þá stendur eftir sú vandræðalega staðreynd að íslenska þjóðin missti einfaldlega kjarkinn:

- Hluti hennar missti sig í bræði og heift;

- annar hluti hennar þagði þunnu hljóði og lét öskur-drifna rökleysu hinna brjáluðu yfir sig ganga;

- annar helmingur þáverandi ríkisstjórnar missti kjarkinn þegar öskrað var á hana;

- ný ríkisstjórn tók við og við tók grímulaust lýðskrum: Öllu púðri eytt í að bola burt einum (íslenskum) pólitíkus úr Seðlabanka í stað annars (norsks) pólitíkuss. Þegar því var lokið var allur vindur úr þeirri stjórn og við tók fjáraustur í gæluverkefni (stórkostleg fjölgun listamanna á launaskrá ríkisins, fullt stím í byggingu bruðlhallar í Reykjavíkurhöfn, afturköllun allrar sameiningar og hagræðingar í heilbrigðiskerfinu, boðun nýrrar ríkisstofnunar í umhverfismálum, boðað að vægi umhverfisráðuneytis verði jafn mikið og fjármálaráðuneytis (!), dauðadómur yfir frekari álversframkvæmdum o.s.frv.) og fálmkenndar tilraunir til að breyta stjórnarskránni (sem nær allir umsagnaraðilar um það frumvarp lögðust gegn).

Það stefnir ekki í vægan dóm sögunnar á viðbrögðum Íslendinga við heimskreppunni sem hófst haustið 2008...

Kolbeinn (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:36

3 identicon

Svona röksemdafærsla er eins og stinga höfuðinu ofan í sandinn. SjáfstæðisFLokksmenn eiga veru bágt þessa dagana.

Bobbi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:41

4 identicon

Þessi Bobbi á eitthvað bágt. Þetta er svona dæmigert rökleysusvar vinstrimanns. Þetta er fín færsla hjá þér Axel og fín áminning.

Hafþór (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:52

5 identicon

Kæri "Bobbi"

Ég finn til með þér. Í alvöru talað. Þú ert, eins og svo margir aðrir, að vakna af búsáhaldarfylleríinu við þann veruleika að innantóm gífuryrðin, sem hafa tröllriðið öllu hér í rúmlega hálft ár, eru innistæðulaus. Þegar málin eru skoðuð öðruvísi en með haltu-kjafti-gleraugum, þá kemur í ljós að það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn eða Davíð Oddsson sem neyddu Baugs-feðga eða hina útrásarvíkingana til að skuldsetja sig upp fyrir haus (vísbending: það er annar stjórnmálaflokkur sem sá um að vera klapplið Baugsaranna). Það voru heldur ekki Davíð Oddsson eða Sjálfstæðisflokkurinn sem ollu heimskreppunni. Skýringarnar eru því miður alls ekki svo einfaldar.

Gangi þér vel í að láta renna af þér (vígamóðinn). Sjáumst þegar þú ert hættur í rökleysunni og ert tilbúinn í uppbygginguna.

Kkv.,

AB

Arnar B. (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:55

6 identicon

Sorglegir eruð þið Sjálfstæðismenn...

Illugi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:00

7 identicon

Sorglegir eruð þið Vinstrimenn...

Myglugi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband