Sprotafyrirtæki

Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um að styðja þyrfti vel við bakið á sprotafyrirtækjum, enda gætu þau orðið vísir að atvinnusköpun framtíðarinnar.

Margir virðast hafa misskilið hvað séu sprotafyrirtæki og talið að átt sé við ákveðna plöntusprota og hafa því hafið stórkostlega ræktun á gróðursprotum sem gefa af sér lauf sem talsverð eftirspurn er eftir hér á landi sem annarsstaðar.  Þetta virðast vera öflugustu sprotafyrirtæki landsins um þessar mundir og samkvæmt afköstum lögreglunnar er svona framleiðsla í þriðja til fjórða hverju húsi.

Væntanlega er þessi ræktun tilkomin vegna gjaldeyrisvöntunar til innflutnings, en ekki hugsuð til gjaldeyrissköpunar.  Sparnaður á gjaldeyri er allra góðra gjalda verður á þessum erfiðu tímum.

Framangreint eru nú bara hugleiðingar í tilefni dagsins.

 


mbl.is Enn ein kannabisverksmiðjan stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband