Byr og arðurinn

Nú berast fregnir af því að Byr sparisjóður ætli að sækja um ríkisframlag að upphæð 10 milljarða króna til að styrkja eiginfjárstöðuna.  Sparisjóðurinn mun hafa skilað tapi að upphæð 29 milljarða króna á árinu 2008.

Undir lok árs árið 2007 var stofnfé sparisjóðsins aukið um 30 milljarða króna og strax við aukninguna var gefið fyrirheit um að stofnfjáraukningin yrði endurgreidd í gegnum arð á tveimur árum, enda var greiddur út arður í apríl 2008 að upphæð kr. 16,5 milljarðar og fyrirheit um að annað eins yrði greitt út á árinu 2009.  Það undarlega er að þessi mikla arðgreiðsla byggðist á sex milljarða króna bókfærðum hagnaði ársins 2007.  Væntanlega hefur sá hagnaðu myndast með verðbréfabraski, sem í ljós er komið að minna en ekkert var á bak við.  Hins vegar átti Byr digra varasjóði, sem átti að ganga í til þess að endurgreiða stofnfjáraukninguna á þessum tveim árum.  Að vísu voru varasjóðirnir bundnir í verðbréfavöndlum sem ekkert stóð á bak við og er væntalega að mynda þetta gríðarlega tap á árinu 2008.

Á bak við þetta ævintýri, eins og svo mörg önnur, standa sömu snillingarnir og koma við sögu í ótrúlega mörgum öðrum nútímahryllingssögum, þ.e. aðstandendur köngulóarvefsins sem spunninn var út frá FL Group (síðar Stoðir), Baugur Group, Gaumur, Hagar o.s.frv.  Í þann vef og nokkra aðra slíka festist nánast allt fjármagn íslenskra banka og það erlenda fé, sem tókst að soga að þessum vefjum frá erlendum lánastofnunum.

Áður en ríkið hleypur undir bagga með Byr sparisjóði, ætti að setja það skylyrði að arður síðasta árs yrði afturkallaður og honum skilað til baka.  Með þeirri endurgreiðslu og framlagi ríkisins næðist nánast að fjármagna tap ársins 2008.

Ef "eigendurnir" eru ekki tilbúnir til þessa, á ríkið ekki að koma nálægt málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband