Skuldir eða skattar

Nú styttist óðum í kosningar og gylliboð stjórnmálaflokkanna koma fram eitt af öðru.  Hér hefur því verið spáð áður að vinstriflokkarnir muni lofa að gera "allt fyrir alla" í aðdraganda kosninga.  Nú kemur Framsóknarflokkurinn fram með tillögur um að fella niður 20% af íbúðalánum heimilanna og 20% skulda fyrirtækjnna.  Skyldu þeir hafa reiknað út hvað þetta kostar og hvaðan peningarnir eigi að koma?  Varla halda þeir að skuldirnar gufi bara upp, rétt si svona.  Auðvitað myndi ríkissjóður þurfa að taka þetta á sig og eins og hans staða er núna, er sá möguleiki ekki einu sinni fræðilegur.

Þó ríkissjóður gæti tekið á sig þennan fimmtung skuldanna yrði hann ekki greiddur af neinum nema skattgreiðendum framtíðarinnar.  Vinstri menn myndu náttúrlega búa til fallegt slagorð um að þeir myndu láta "breiðu bökin" bera byrðarnar og það hljómar alltaf vel í eyrum almennings, þangað til hann áttar sig á því að það er einmitt almenningur sem er þessu "breiðu bök".

Það er lágmarkskrafa að það sé að minnsta kosti einhver vitglóra í kosningaloforðunum.  Það er ekki hægt að bera hvað sem er á borð fyrir kjósendur.


mbl.is Leggja til 20% niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta maður, Ísland án fíkniefna, 90% húsnæðislán, 3 (?)  þúsund ný störf... Bara Framsókn í ham. 15% kaupa þetta meðan við hin köstum upp

Sjalli (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:29

2 identicon

Það er alldeilis óviðunandi að óhæfir stjórnmálamenn geti komið með svona bull næstum án þess að verða set stólinn fyrir dyrnar. Þá er sama úr hvaða flokki þeir koma. Ég geri mér fulla grein fyrir að í smæð okkar þjóðfélags geti verið erfitt að manna stjórnstöður með nægjanlegu hæfu fólki, en hér er heill stjórnmálaflokkur að verki! Ekki nóg með að þetta dæmi er gjörsamlega óframkvæmalegt fjárhagslega séð, heldur yrði kostnaðurinn bara eitthvað sem allir þyrftu að taka á sig í mynd aukinna skulda eða lakari opinberrar þjónustu. Og er þá ekki á bætandi. Svo ekki sé minnst á óréttlætið við þessháttar aðgerð þar sem mestu skuldsafnarar, áhættuspillararnir og óreiðumönnum er hygglað á svo ósvífinn hátt að maður fær velgju.

Ef til einhverjar aðgerða er þörf til að aðstoða húseigendur finnast margar þekktar leiðir sem hafa verið reyndar og sýnt sig að virka hjá öðrum evrópuþjóðum. Þó þær séu kannski minna slagorðakenndar. T.d. Er hægt að skipa starfshópa sem aðstoða fólk við að endurskipuleggja fjárhag sinn, losa sig við alltof dýrar eignir, bíla og venjur sem hafa verið vægast sagt öfgakenndar á landinu í fjölda ára. Annar möguleiki er að nálgast þetta mál með breytingum á sköttum. Þetta er t.d. í myndinni í Danmörku þessa stundina. Þar er reiknað með að skattafrádráttur vegna skulda verði lækkaður þannig að þeir sem skulda mest í krónum talið fá minni skattafslátt. Þessar auknu tekjur ríkisins verða síðan notaðar til að lækka launaskatt.

Með kveðju

Thor Svensson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband