Auðkýfingar byggi spítala - tímabundið

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. lagði á svokallaðan auðlegðarskatt og strax í upphafi var því lýst yfir að hann yrði tímabundinn til nokkurra ára á meðan ríkissjóður væri að komast yfir erfiðasta hjallann eftir bankahrunið um haustið árið 2008.

Eins og til var ætlast rann skattur þessi sitt skeið og lýsti ríkisstjórnin því yfir að hann yrði ekki endunýjaður, heldur myndi hann falla niður eins og upphaflega hefði verið ráð fyrir gert.

Núna, eftir að vera komin í stjórnarandstöðu, ber Steingrímur J. og tveir aðrir þingmenn VG fram tillögu um að skatturinn verði lagður á aftur og tekjur ríkissjóðs af honum eyrnamerktar til byggingar nýrra húsa á Landspítalalóðinni.  Ennfremur er látið fylgja að skatturinn skuli vera tímabundinn, sem fyrr, og einungis verða lagður á í fimm ár, þ.e. árin 2016-2020.

Samkvæmt fréttinni á íbúðareign að vera undanþegin auðlegðarskatti og þó ekki komi fram við hvaða upphæð verið er að miða, getur það varla talist til mikillar auðlegðar þó hjón eigi skuldlausa íbúð og jafnvel rúmlega það og njóti þeirra eigna sinna í ellinni án mikilla fjárhagslegra áhyggna.

Svona skattur mun samt sem áður njóta mikillar hylli í þjóðfélaginu, enda verður hann lagður á "hina", enda njóta allir skattar mikillar hylli sem leggjast á alla aðra en þann sem dásamar skattana hverju sinni.  

Hitt er annað mál að hafi þeir eignamiklu góðar tekju af eignum sínum er ekkert athugavert við að þær séu skattlagðar sérstaklega, tímabundið auðvitað. 

 


mbl.is Auðlegðarskattur til byggingar spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Flestir þeir skattar sem orðnir eru fasti og "mikilvægur tekjustofn" í dag voru upprunalega lagðir á "tímabundið"

Óskar Guðmundsson, 25.9.2014 kl. 16:22

2 identicon

"vona skattur mun samt sem áður njóta mikillar hylli í þjóðfélaginu, enda verður hann lagður á "hina"  "

Ertu viss um að þetta sér rétt? Ég veit ekki hvort að allir séu sjálfkrafa sammála einhverjum kommasköttum bara að því að aðrir þurfa að borga þá. Sumir fatta nefnilega heildarmyndina. 

Málefnin (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 18:10

3 identicon

Skattheimta er réttlætt með því að hún sé nauðsynleg vegna sameigilegra verkefna.

Allir, sem vilja vita, gera sér grein fyrir hvernig stjórnmálamenn okkar misfara með það fé, sem þeim er treyst fyrir.

Önnur nálgun á greiðslum í sameiginlega sjóði er að sú, að sá, sem nýtur, skuli greiða fyrir. Allir sem tryggja verða að greiða iðgjald.

Verðmæti eigna í samfélagi halda því aðeins verðmæti sínu að samfélagið fái staðist.

Er þá ekki eðlilegt að þeir, sem eiga eignir, sem samfélagið stendur vörðum, greiði iðgjald til tryggingar að svo verði áfram?

Olafur Jonsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 11:05

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ólafur öfugmælamaður. Að stela eignum af fólki er ekki að standa vörð um þær. Samfélag sem hvetur til þess að fólk annað hvort sói eignum sínum, feli þær, eða flytji með þær til útlanda stendur á brauðfótum. Þannig samfélag stenst ekki til lengdar.

Það er til nóg af peningum fyrir spítala. Það þarf bara að selja nokkur sendiráð, leggja niður óþarfar stofnanir og hætta að sinna verkefnum sem eru ekki eins aðkallandi og spítalarekstur. 

Hörður Þórðarson, 27.9.2014 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband