Hamingju- og gleðidagur

Gleðigangan verður gengin í dag, eins og mörg undanfarin ár, og hefur verið sífellt fjölmennari, litskrúðugri og skemmtilegri með hverju árinu, enda hefur almenningur fjölmennt í miðbæinn til að taka þátt í atburðinum og samgleðjast "hinsegin" fólkinu sem að göngunni stendur með annáluðum glæsibrag.

Ísland er meðal forystulanda hvað varðar réttindi "hinsegin" fólks, enda engin ástæða til annars en ein lög gildi fyrir alla landsmenn, óháð lit, skoðunum, kyni eða öðru sem aðgreinir fólk hvert frá öðru. Þessi réttindi þykja alls ekki sjálfsögð alls staðar í heiminum og sums staðar er t.d. samkynhneygð dauðasök, þó lygilegt sé þegar komið er fram á tuttugustuogfyrstu öldina.

Íslendingar allir geta glaðst í dag og samfagnað á þessari hátíð "hinsegin" fólks. Dagurinn er sannkallaður hamingju- og gleðidagur allrar þjóðarinnar.


mbl.is Viðbúnaður vegna Gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband