Hortugir Danir sem vonandi fá rassskell

Úr herbúðum danska handboltalandsliðsins berast nú þær yfirlýsingar að það sé stórkostleg heppni fyrir landslið þeirra að eiga að keppa við "léttan" andstæðing í fjögurra liða úrslitum á Olimpíuleikunum. Þessi "létti" andstæðingur verður sigurvegari í leik Íslands og Ungverjalands, sem fram fer í dag.

Þetta er auðvitað hluti af sálfræðistríði, en verður að teljast bæði barnalegt og hortugt í ljósi þess að Danir eiga eftir að leika við Svía og verða auðvitað að vinna þá til þess að komast í fjögurra liða úrslitin. Yfirlýsingin er því bæði hugsuð til að niðurlægja Svía fyrir þann leik og svo sigurvegarann í leik Íslands og Ungverjalands.

Svona hortugheit hafa oft komið liðum í koll og virka yfirleitt öfugt við ætlunina með þeim, þ.e. þau efla bara baráttuanda þeirra liða sem reynt er að drepa niður andlega með slíkum sálfræðihernaði.

Um leið og Íslendingum er óskað góðs gengis og sigri gegn Ungverjum er sú von látin í ljósi að Svíar rassskelli Dani í þeirra leik.


mbl.is Danir vildu frekar geta mætt Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband