Klúður í Kópavogi

Það verður að teljast mikil glámskyggni hjá bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í Kópavogi, hvort sem þar er um meirhlutann að ræða eða samstöðu allra bæjarfullterúanna, að hækka laun sín um 23% á einu bretti og kalla það "leiðréttingu" en ekki launahækkun, sem það auðvitað er og ekkert annað.

Þó laun bæjarfulltrúa hfi verið lækkuð í kjölfar hrunsins, þá þurftu flestir aðrir að taka á sig launalækkanir og þar til viðbótar miklar hækkanir á sköttum, öðrum opinberum gjöldum og alls kyns þjónustugjöldum opinberra stofnana.

Á meðan þessar auknu álögur verða ekki dregnar til baka a.m.k. að einhverju leyti, er algerlega taktlaust að hækka laun bæjarfulltrúa, þrátt fyrir að ráðherrar og Alþingismenn hafi látið sér sæma að taka við álíka launahækkunum og bæjarfulltrúar í Kópavogi þiggja núna.

Ráðherrar, bæjarstjórar, Alþingismenn og bæjarfulltrúar þurfa að sýna að þeir séu í tengslum við kjósendur sína og hafi einhvern skilning á þeim raunveruleika sem almenningur býr við í þessu landi.

Kauphækkanir til sjálfra sín á þessum tímum sýna ekki slíkan skilning.


mbl.is Dragi til baka launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband