Alvaran blasir við Steingrími J.

Sá fjöldi sem sækir íbúafund um sjávarútvegsmál í Fjarðarbyggð hlýtur að koma Steingrími J. og öðrum stjórnarþingmönnum í skilning um þá miklu alvöru sem býr að baki öllum þeim mótmælum sem á ríkisstjórninni dynja vegan hins brjálæðislega veiðileyfagjalds sem hinn skattaóði Steingrímur vill drepa greinina með, ásamt með vanhugsuðum breytingum á sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna.

Það ætti auðvitað að varða við lög að leggja fyir Alþingi svo illa unnin frumvörp að flutningsmaðurinn sjálfur skuli láta fylgja þeim að þau séu "hrá" og verði "auðvitað lagfærð" af þingnefnd áður en þau komi til endanlegarar afgreiðslu Alþingis.

Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að hafna frumvörpunum alfarið, senda þau til föðurhúsanna og fela þverpólitískri nefnd þingmanna að semja algerlega ný frumvörp um framtíðarskipan fiskveiða og vinnslu, þ.e. frumvarp sem tryggir hámarksarð greinarinnar í þágu þjóðarinnar allrar, en ekki fyrst of fremst ríkissjóðs.

Þingið á ekki að vera stimpilpúði fyrir ráðherrana og á alls ekki að taka við öðrum ein frumvarpsbarstörðum og Steingrímur J. hendir í það vegna grundvallarhagsmuna lands og þjóðar.


mbl.is Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki sáttanefndin svonefnda þverpólitísk nefnd?  Og er svoleiðis nefnd ekki bara ávísun á einhverjar óljósar málamyndanir þar sem flokkarnir hafa svo gerólíkar skoðanir á málinu og munu aldrei vilja lúffa fyrir hvor öðrum?

Skúli (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 13:53

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þarna er ég fullkomnlega ósammála þér Axel. Alvaran blasir ekki við Steingrími og hefur aldrei gert, ef svo væri, væri hann löngu búinn að segja af sér, ekki bara út af fiskveiðistefnunni, heldur öllu öðru sem hann kemur nálægt. Það er skelfilegt að svona maður skuli hafa fengið umboð almennings til að ráðskast með hvað eina af miklum móð en litlu viti.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.5.2012 kl. 16:26

3 identicon

@2: Það sem þú segir er auðvitað rétt en þú gleymir því að þessi maður getur ekkert gert annað en setið á þingi. Hann er ófær um að vinna aðra vinnu. Hver heldur þú að myndi ráða manninn á launum sem eru sambærileg við það sem hann hefur núna?

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband