Jóhanna skammast, en ætti að skammast sín

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í krafti embættis síns æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í landinu, en eins og allir vita á að vera skýr aðskilnaður á milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds í landinu.

Sem launaður starfsmaður framkvæmdavaldsins á Jóhanna ekkert með að ráðskast með fundi Alþingis, hvorki daglegan fundartíma né dagsetningu þingslits að vori. Þetta leyfir hún sér hins vegar að gera og hefur í hótunum við þingmenn um að þeir verði "látnir sitja eftir" fram í júlí, láti þeir ekki að hennar vilja um hvenær og hvernig mörg af arfavitlausum þingmálum ríkisstjórnarinnar verða afgreidd á þinginu.

Undanfarna daga hefur Jóhanna rifist og skammast í þingmönnum fyrir að vilja ræða og betrumbæta stjórnarfrumvörp, sem hrannast upp í þinginu illa unnin og "hrá", eins og ráðherrarnir hafa sjálfir viðurkennt að þau séu, enda eigi að lagfæra þau í meðförum þingnefnda og þingsins sjálfs. Til þess að svo megi verða þarf þingið góðan tíma til þess að fjalla um málin og kalla til þá sérfræðiaðstoð sem til þarf í hverju máli.

Frekar en að skammast í þinmönnum ætti Jóhanna Sigurðardóttir að skammast sín.


mbl.is Jóhanna skammaði Ragnheiði Elínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Nákvæmlega

Magnús Ágústsson, 4.5.2012 kl. 04:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já algjörlega sammála líka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.5.2012 kl. 07:23

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hún er til skammar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2012 kl. 08:47

4 identicon

Jóhanna er með sömu skoðun og ISG. Hvað er að ykkur? "Þið eruð ekki þjóðin".........

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband