Undirskriftalisti án undirskrifta

Bigitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur tekið upp á þeirri nýjung að fara af stað með undirskriftalista sem hún hvorki reiknar með, eða ætlast til, að nokkur maður skrifi undir.

Þingmaðurinn auglýsti rækilega að hún væri að safna undirskriftum innan þingsins til að geta bylt forseta Alþingis úr embætti og sagði upphaflega að hún myndi opinbera listann þegar takmarkinu væri náð, þ.e. undirskriftum 32 þingmanna.

Nú segir Birgitta að aldrei hafi verið ætlunin að nokkur maður myndi leggja nafn sitt við þetta furðuuppátæki, þó einstaka þingmenn eins og Mörður Árnason hafi stokkið til og skráð sig í andspyrnuhreyfinguna gegn þingforsetanum, enda ekkert mál svo auðviriðlegt að Mörður sé ekki albúinn að leggja því lið.

Engin nöfn hafa bæst á listann frá því að hann var auglýstur og sýnir það talsverðan félagsþroska þingmanna, að undanskildum Birgittu, Merði og sex öðrum sem ekki þora að viðurkenna undirritun sína.


mbl.is Býst ekki við að ná 32 nöfnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst nú bara fyndið er að þessi kona þykist vera einhver málsvari málfrelsis (sbr. wikileaks og núna tilnefningu þeirra á Bradley Manning fyrir Nóbels verðlaunin) en samt má forseti alþingis ekki fara eftir eigin sannfæringu.

Björn (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 00:45

2 Smámynd: Sólbjörg

Hún er mjög lík Jóhönnu Sigurðardóttur, báðar miklir málsvarar réttlætis og gegnsæis í vinnubrögðum.

Sólbjörg, 5.2.2012 kl. 11:18

3 identicon

Sæll.

Ég er ekkert viss um að þessi hæstvirta þingkona gangi heil til skógar. Fínar athugasemdir hjá þér AJA.

Af hverju notar hún sinn tíma ekki frekar í að kynna sér orsakir hrunsins og þátt seðlabanka heimsins í því?

Af hverju notar hún ekki sinn tíma í að móta tillögur að breyttri skipan lífeyrismála enda vitað að eftir fáein ár mun útstreymi úr þessum sjóðum aukast verulega og þeir þurfa að greiða út fé sem ekki er til. Finnist þessari hæstvirtu þingkonu í lagi að starfsmenn í einkageiranum niðurgreiði tapið á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna? Þarf ekki að taka ríkisábyrgðina af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna?

@1: Sammála, góður punktur. Er Assange ekki að græða á gögnum sem var stolið og hún að slá sig til riddara út á þetta? Hvað er Assange að gera annað en versla með þýfi? Þeir sem græða á því sem var stolið eru ekkert annað þjófsnautar, eða hvað? Er hann ekki að versla með þýfi og gera sér stolna muni að féþúfu?

Um aðkomu Birgittu að Wikileaks þekki ég ekki en ég myndi ekki koma nálægt glæpastarfsemi eða leggja blessun mína yfir hana eða þá sem stela. Þessi Manning er búinn að vera, hann mun sjálfsagt eyða restinni af sínu lífi í fangelsi á meðan Assange og taglhnýtingar hans þykjast vera að bjarga heiminum á hans kostnað.  

Helgi (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 12:12

4 Smámynd: Sólbjörg

"Af hverju notar hún ekki tímann til að....?¨ af því að Birgitta og Jóhanna eru líkar eins og ber. Báðar vilja slá sig til riddara og leita uppi málefni í þeim tilgangi.

Sólbjörg, 5.2.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband