Ekkert veit ég um.......

Ekkert veit ég um aflandsfélög ríkisbankanna fyrir einkavæðingu.

Ekkert veit ég um störf Gunnars Þ. Andersen í stjórnum aflandsfélaga Landsbanka Íslands á meðan bankinn var í ríkiseigu.

Ekkert veit ég um verksvið eða starfsemi aflandsfélaga ríkisbankanna fyrir einkavæðingu þeirra.

Ekkert veit ég um störf Gunnars Þ. Andersen hjá Fjármálaeftirlitinu.

Ekkert veit ég um rannsóknir FME á bönkunum eftir einkavæðingu þeirra og fram að hruni.

Það sem maður þykist þó vita, er að eftir einkavæðingu bankanna voru framkvæmd bankarán innanfrá og alls kyns starfsemi sem hlýtur að hafa verið algerlega löglaus eða siðlaus, nema hvort tveggja hafi verið.

Það eina sem maður veit nokkurn veginn fyrir víst, er að Eva Joly var búin að spá því að banka- og útrásargengin myndu vinna að því öllum árum að eyðileggja mannorð allra sem að rannsóknum málanna kæmu og ekki síður reyna að drepa orðspor allra stofnana réttarkerfisins á Íslandi sem að málunum myndu vinna.

Það eina sem liggur fyrir akveg kristaltært, er að Sigurður Guðjónsson, hrl., er helsti verjandi banka- og útrásargengjanna og hefur verið handbendi þeirra árum saman og því augljóslega einn þeirra sem beitt verður í baráttunni gegn sakfellingu gengjameðlimanna sem hruninu ollu.

Eðli málsins samkvæmt er rétt að fara varlega í að taka afstöðu til hæfis eða vanhæfis þeirra sem að rannsóknum sakamála vinna um þessar mundir.


mbl.is „Óheft mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel að orði komist Axel.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 20:46

2 identicon

Sæll; Axel Jóhann, og aðrir gestir, þínir !

Hefði ekki viturlegra verið; að þið ''Sjálfstæðismenn'' hefðuð skoðað endi ykkar æfintýra, með íslnzkt fjöregg, í upphafinu (EFTA/EES, og annað brambolt) ?

Þið hafið látið: líkt og hinir flokkarnir þrír, sem hér byggju 3 Milljónir manna - eða 30 Milljónir; jafnvel / ekki; innan við 300 Þúsunda, sem raun ber vitni.

Stórmennsku brjálæðinu; fylgir jafnan, ógæfan ein, síðuhafi góður.

Með kveðjum samt; öngvu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 21:53

3 identicon

Þegar talað er um hrunaflokkana, hvers vegna er þá aldrei talað um Ingibjörgu Sólrúnu þáverandi ráðherra og hennar flokk?

Og er það ekki flokkurinn, sem Jón Ásgeir studdi og styður væntanlega enn. Er það misminni hjá mér, að kratar hafi tekið þátt í þessum landráðaleik? Að vísu á ég ekki að spyrja, því ég er ekki þjóðin, eða hvað?

Náði ekki Össur 30 milljónum fyrir lítið, með innsæter upplýsingum og skammast sín ekkert fyrir, frá SR. Það eru landráðamenn í öllum stjórnmálaflokkum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband