Ekki er von á góðu í Líbíu

Eftir að uppreisnarmönnum í Líbíu tókst að drepa Gaddafi, fyrrum einræðisherra, án þess að ná því að skýra rétt frá aðdraganda og framkvæmd þeirrar gjörðar, geta leiðtogar hinna ýmsu hópa, sem að byltingunni stóðu, ekki komið sér saman um hvar, hvenær eða hvernig skuli husla líkið af harðstjóranum.

Ekki vekja þessar deilur miklar vonir um að framtíðin verði friðsamleg í Líbíu, eða að þar takist að koma á friðsamlegum stjórnarháttum á næstunni. Fylkingar uppreisnarmanna eru svo margar og "framámenn í héraði" svo margir, að ólíklegt er að samkomulag náist um stærri og brýnni mál en hvernig skuli staðið að þessari útför hins hataða harðstjóra.

Ekki kæmi á óvart þó bardögum sé langt frá því lokið í landinu og þeim verði ekki hætt fyrr en nýr "þjóðarfrelsari" verður búinn að drepa af sér alla keppinauta um hver skuli teljast vera "faðir" Líbíu í framtíðinni.

Sú valdabarátta mun að sjálfsögðu bitna mest á almenningi landsins, sem þó hefur mátt þola meira en nógar þjáningar í áratugi, meira að segja aftur fyrir valdatíma Gaddafis.


mbl.is Deilur um útför Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blasir við ný hugsun, nýtt viðhorf, ný framtíðarmarkmið, ný lífssýn eða nýtt líf við íbúum Líbýu? Svarið gæti ekki verið einfaldara eða styttra. NEI!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2011 kl. 19:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir ár verður öllum ljóst að nýja brauðið hefur verið bakað úr sama súrdeginu og það fyrra. En öllum verður sama þar til það springur í andlitið á vesturlöndum, eins og alltaf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband