"Atvinnuverkefni" sem heppnast hjá ríkisstjórninni

Eins og allir vita hefur ríkisstjórnin barist af öllum sínum kröftum gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu, enda svikið öll loforð sem hún hefur gefið í tengslum við kjarasamninga, um þátttöku sína til minnkunar atvinnuleysis og efnahagsuppbyggingar í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Sérstaklega hefur ríkisstjórninni verið uppsigað við erlenda fjárfesta og gert allt til að fæla þá frá landinu með því að vera eins óliðleg við þá og mögulegt er, senda þeim skilaboð um að skattaumhverfi muni verða síbreytilegt og að óvissa muni ávallt ríkja um raforkuverð, þar sem enginn fái að vita hvernig það verði skattlagt frá degi til dags.

Strax og ríkisstjórn Samfylkingar og VG komst til valda á vordögum 2009 var línan gefin um að allt yrði gert til að koma í veg fyrir að Alcoa gæti reist stóriðju á Bakka við Húsavík og nú hefur fyrirtækið skýrt frá því að svikin séu fullkomnuð og nú verði leitað til annarra landa með framtíðarstarfsemi félagsins.

Þetta "atvinnuverkefni" ríkisstjórnarinnar hefur þar með heppnast fullkomlega.


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband