Lýsandi dæmi um skattahækkanabrjálæðið

Jóna Valgerður Kristinsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir að nú færist mjög í vöxt að eldri borgarar taki peninga sína út af bankareikningum og geymi þá frekar í bankahólfum, vegna skattabrjálæðisins sem tröllríður þjóðfélaginu um þessar mundir.

Fjármagnstekjur eru nú skattlagðar um 20%, þrátt fyrir að ávöxtun sé neikvæð og skatturinn leggst einnig á verðbætur, sem þó eru ekki tekjur, heldur verðleiðrétting á peningalega eign. Þegar ávöxtun sparifjár er neikvæð eins og nú gerist, er ekki nema von að eldri borgarar reyni að forða sér undan ofursköttunum, því til viðbótar skattabrjálæðinu á sparifé, skerða "vaxtatekjurnar" lífeyri þeirra frá Tryggingastofnun, þannig að skatturinn fer í raun yfir 100%.

 

Í fréttinni er haft eftir Jónu Valgerði m.a:  "Ég hefði ætlað að ríkisstjórnin legði metnað sinn í að stuðla að auknum sparnaði. Sú hækkun á fjármagnstekjuskatti sem þarna er rætt um myndi draga úr áhuga fólks á sparnaði. Það myndi jafnframt færast í vöxt að fólk tæki út fé og setti inn á bankahólf. Margir eldri borgarar horfa þegar fram á rýrnun sparifjár síns vegna verðbólgunnar."

Hér á landi er orðið "fjármagnseigandi" nánast orðið að skammaryrði og lagt að jöfnu við orðið "glæpamaður", þó sparnaður sé undirstaða útlána bankakerfisins og þar með afl þeirra hluta sem gera þarf í hverju þjóðfélagi.

Annarsstaðar en á Íslandi er hvatt til sparnaðar og almenningur í öðrum löndum telur það sjálfum sér til mikils ágætis að vera flokkaður sem "fjármagnseigandi" og eiga með því von um betri daga á efri árum.

"Norræna velferðarstjórnin" á Íslandi er á góðri leið með að jafna örbirgð jafnt á alla landsmenn. 


mbl.is Eldri borgarar taka út peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir virðast telja að sparifjáreigandi þýði það sama og milljarðamæringur sem hafi hagnast á þjófnaði. Það er misskilningur. Flestir sparifjáreigendur eru venjulegt meðaltekjufólk.

Rétt fyrir hrun var hlutum þannig stillt upp í bankakerfinu að stutt skuldabréf voru einn mikivægasti þáttur í fjármögnun bankanna, enda hrundu þeir. Í dag er það hins vegar þannig, hvort sem mönnum er í nöp við bankana eður ei, að þeir eru fjármagnaðir að um 90% með innlánum, sem eru að stórum hluta eign venjulegs almennings. Vilji ríkið styrkja stoðir bankakerfisins, án þess að þurfa að moka undir það skattfé, þá ber að gera aðstæður til sparnaðar sem hagstæðastar. Á þessu virðist ekki vera minnsti skilningur hjá Vinstri-Grænum og svo virðist sem Samfylkingin þori í engu að dempa ofsann sem þar er á bæ (Enda ekkert nema tækifærissinnar í þeim flokki).

Síðustu upphlaup Ögmundar, hvort sem um ræðir kínverska fjárfesta eða aðra hluti, sýna best hverskonar veruleikafirring og lýðskrum stýrir pólitíkinni nú um stundir. Áhugavert er að fylgjast með hvernig Ögmundur þefar uppi æsingafrétt hverrar viku fyrir sig; lofar síðan ríkisfé og aðgerðum í málið í hvelli, en dregur síðan í land 2-3 mánuðum seinna í litlum neðanmálsgreinum. En að banna alla skapaða hluti, það vill hann standa við. Hentugt, enda þarf engin bein fjárútlát hjá ríkinu við að banna hluti (Afleiðingarnar koma bara einhvern tímann seinna í formi einhvers tjóns, en kommum hefur hvort eð er alltaf verið sma um það tjón sem þeir valda).

Allar ríkisstjórnir með Vinstri-Græna/Ögmund Jónasson innanborðs munu verða óstarfhæfar, alltaf.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband