Matsfyrirtækin í samkeppni? Um hvað þá?

Jose Manuel Gonzalez-Palermo, sem á sæti í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu, kvartar yfir því að matsfyrirtækin, Standard&Poor's, Moody's og Fitch, standi sig illa og byggi möt sín á ágiskunum og spádómum um framtíðina ásamt staðreyndum sem fyrir liggja hverju sinni.

Gonzalez-Palermo telur eftirsóknarvert að matsfyrirtækjum fjölgi, þannig að samkeppni verði meiri á milli þeirra, eða eins og segir í fréttinni:  "Spurður að því hvort setja ætti á laggirnar evrópsk matsfyrirtæki til þess að veita hinum stóru þremur samkeppni sagði Gonzalez-Paramo: „Það er eftirsóknarvert að hafa mörg matsfyrirtæki og þar með samkeppni, sem er ekki raunin í dag.""

Þetta vekur upp þá spurningu um hvað þessi matsfyrirtæki eigi að keppa og hvort fjármálafyrirtæki og aðrar lánastofnanir eigi, þegar matsfyrirtækjunum hefur fjölgað verulega og samkeppnin milli þeirra orðin heiftarleg, að taka bara mark á bestu, eða verstu, einkunnum sem "samkeppnin" mun leiða fram.

Lánastofnanir, fyrirtæki og ríkissjóðir þurfa núna, eftir því sem best er vitað, að greiða matsfyrirtækjunum fyrir álitin og varla mun það breytast þó þeim fjölgi, því öll þurfa þau að reka sig með hagnaði.  Verði matsfyrirtækin t.d. tíu í framtíðinni, mun enginn vilja borga þeim öllum stórfé fyrir mat á sinni stöðu og hvað mun þá ráða afstöðu hvers og eins til ákvörðunartöku um viðskipti við matsfyrirtæki?

Auðvitað mun þá ráða mestu, eða öllu, það verð sem matsfyrirtækin munu bjóða og ekki síður það "mat" sem viðskiptavinurinn vill borga fyrir. 


mbl.is Matsfyrirtækin standa sig illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband