Aðgerðaleysi stjórnarinnar festir atvinnuleysið í sessi

Greinilegt er á tölum um skráð atvinnuleysi að stjórnvöld gera ekkert af því sem í þeirra valdi stæði til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu, því samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar mun sáralítið fækka á atvinnuleysisskránni í júní, þó atvinnuástandið sé alltaf best yfir sumarmánuðina.

Í fréttinni segir um spá Vinnumálastofnunar: "Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í júní 2011 minnki m.a. vegna árstíðasveiflu og verði á bilinu 6,7 % ‐ 7,1 %."  Atvinnuleysið í aprílmánuði mældist 8,1%, þannig að ekki mun fækka á atvinnuleysisskránni á þessu tímabili nema um c.a. eitt þúsund manns, eða rúmlega það, og verður það að teljast afar lítil árstíðasveifla.  Þess ber þó að geta að stofnað hefur verið til atvinnubótavinnu fyrir talsverðan hóp námsmanna, en á móti kemur að yngsti árgangurinn hefur verið strikaður út úr Vinnuskóla borgarinnar og reyndar fleiri sveitarfélaga.

Ríkisstjórnin hefur marg lofað að hætta að flækjast fyrir eðlilegri atvinnuþróun í landinu, en því miður hefur verið lítið um efndir þeirra loforða, eins og annarra frá þessari lánlausu stjórn.  Jafnvel þó hún hysjaði upp um sig brækurnar og hætti andstöðu við einhver þeirra fyrirtækja sem áhugi er á að koma á fót í landinu, er nú svo langt liðið á árið að lítið myndi gerast í þeim málum fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2012, þannig að atvinnuleysi mun a.m.k. verða mikið út þetta ár og líklegast af öllu mun atvinnuástandið lítið batna fyrr en ríkisstjórn kemst til valda í landinu, sem ekki er staurblinduð af kommúnisma og annarri vinstri villu.

Vonandi rennur sá tími upp áður en allt of langt um líður. 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 7,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband