Icesaveniðurstaðan veitir fordæmi

Spánverjar hópast þessa dagana á torgum ýmissa borga landsins og mótmæla því hvernig óráðssía banka- og fjármálamógúla er látin bitna á skattgreiðendum og benda á Ísland sem fyrirmynd vegna afstöðu almennings og yfirvalda varðandi bankahrunið, sem íslensk útrásar- og bankagengi ollu.

Í viðhangandi frétt vekur eftirfarandi sérstaka athygli í ummælum Elenu Guijarra Garcia, sem bjó á Íslandi um þrettán ára skeið: "Greinilegt sé samt að Ísland sé fyrirmynd, þó hún sé einfölduð, enda sé ímynd landsins mjög jákvæð, ekki síst eftir að Icesave lögunum var hafnað. Elena segir Spánverja almennt líta svo á að Íslendingar séu eina þjóðin sem hafi spyrnt við fæti og neitað að láta allt yfir sig ganga."

Af þessum orðum sést, að spádómar um að neitun íslenskra skattgreiðenda á því að taka á sínar herðar ábyrgð og kostnað vegna ævintrýramennsku Landsbankamafíunnar við öflun rekstrarfjár fyrir bankann og þá auðróna sem honum tengdust, en almenningur tengist ekki neitt eða bar ábyrgð á.

Víðar en á Spáni hafa skattgreiðendur tekið afstöðu Íslendinga sér til fyrirmyndar og gera nú sömu kröfur um að þeim sem bankakerppunni í þeirra heimalöndum ollu, verði sjálfir dregnir til ábyrgðar á gerðum sínum og látnir svara til saka fyrir þær.

Þrátt fyrir þann misskilning Spánverja að íslenskir bankamenn sitji flestir í tugthúsi nú þegar, eru miklar líkur á að svo verði áður en yfir lýkur og þegar sér fyrir endann á erfiðum og tímafrekum rannsóknum á misgjörðum þeirra.


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband