Gasprið kokgleypt

Forkólfar ASÍ og ýmissa launþegafélaga fóru mikinn í 1. Maí-ræðum sínum og ýmsum ummælum síðustu vikuna þar á undan og töluðu digurbarklega um að nú væri þeir búnir að fá nóg af þvermóðsku SA og vegna hennar kæmi ekki til greina lengur að ganga frá kjarasamningum til þriggja ára, jafnvel þó þeir hefðu sjálfir verið búnir að samþykkja slík samningsdrög þann 15. apríl s.l.

Nokkrum sinnum var skrifað um þennan fýlulega leikþátt ASÍ-forystunnar og því bæði spáð og krafist, að strax eftir hátíðarræðurnar yrðu þær kokgleyptar og strax að helginni lokinni yrði gengið frá samningum, enda væri allt annað hreint rugl og ábyrgðarleysi.

Nú er að koma í ljós að gasprararnir eru byrjaðir að éta ofan í sig stóryrðin og munu væntanlega ljúka þeirri ólystugu máltíð í nótt.

Vonandi mun hún ekki standa í þeim, þannig að veruleg andnauð hljótist af.


mbl.is Stefnt að samningi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband