Ánægja með skattahækkanabrjálæðið

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, lýsti yfir ánægju sinni á fundi nefndarinnar með það, að Ríkisendurskoðun hefði staðfest að skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefið skilað þeim tekjum sem stefnt var að á síðasta ári.

Þetta eru auðvitað mikil gleðitíðindi fyrir þá skattaóðu ríkisstjórn sem situr í landinu, enda auðveldasta leið ráðalausra þingmanna út úr vandamálunum, að velta þeim einfaldlega yfir á skattgreiðendur sem sí og æ verða að skera niður heimilútgjöld sín, þar með talin matarinnkaup, til þess að standa undir skattpíningunni.

Launþegar landsins munu ekki gleðjast eins innilega og Helgi Hjörvar yfir skattageggjunninni, sem er að sliga heimili landsins og er þá ekki eingöngu verið að tala um tekjuskattana.


mbl.is Áætlun um tekjuauka gekk eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Því ber vissulega að fagna að stjórnvöldum er takast það að koma á þeim jöfnuði, að allir hafi það jafn skítt, úr því að þau hafa hvorki vilja né þrek til þess að stuðla að því að fólk hafi það flest hér, ekki verra en þokkalegt.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.4.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband