Ósannsögli fréttastofu 365

Í morgun fjallaði fyrsta frétt á Bylgjunni um að skuldatryggingarálag Íslands hefði "hrunið" úr 240 í 280 punkta um leið og fréttir bárust af því að Ólafur Ragnar hefði neitað lögunum um Icesave staðfestingar.

Það rétta í málinu er auðvitað að ástandið í Miðausturlöndum og þá alveg sérstaklega í Lýbíu olli því að skuldatryggingarálag nær allra vesturlanda hækkaði, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Skuldatryggingaálag allra evruríkjanna hafi þannig aukist í morgun. Skuldatryggingaálag Portúgals nálgist nú 480 punkta, og álagið á Spáni er yfir 250 punktar."

Veröldin tekur enga kippi vegna athafna Alþingis eða forseta Íslands og hvað varðar ófrágengin Icesavemál þá lækkaði skuldatryggingarálag Íslands verulega eftir að þjóðin hafnaði Icesave II, þó lílegast hafi Icesave ekki skipt nokkru máli, til eða frá, í því sambandi.

Óróinn sem skapast vegna óvissunnar um olíumál hefur áhrif á skuldatryggingarálag ríkjanna, en ekki nokkrum öðrum en fréttamönnum hér á landi dettur í hug að einhverjar sveiflur á Íslandi hafi áhrif á skuldatryggingarálag Evrópuríkja almennt.

Í fréttinni kemur einnig fram að; "Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði líka lítillega í dag, en miðgildi kaup- og sölutilboðs er um 245 punktar."  Fréttamenn 365 miðla ættu að huga að því hvers vegna skuldatryggingarálag Spánar er hærra en Íslands og Portúgals nánast helmingi hærra.

Skyldi nokkurs staðar vera jafn mikið af óvönduðum fréttamönnum og hér á landi? 


mbl.is Skuldatryggingaálag flestra hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

365 miðlar eru eingöngu slúðurfréttir og lélegir Fréttamenn.

Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband