Mun Ólafur Ragnar sækjast eftir endurkjöri?

Í upphafi árs í fyrra, þegar Ólafur Ragnar neitaði lögunum um Icesave II staðfestingar, urðu alger vinslit með honum og fyrrum samstarfsmanna hans og félaga í stjórnmálunum til margra ára, þ.e, Steingríms J. og þó sérstaklega Össurar Skarphéðinssonar, og sendu þeir félagar forsetanum marga baneitraða pilluna vegna málsins.

Vegna þessarar forsögu munu ráðherrarnir ekki geta treyst á neinn góðvilja af hálfu Ólafs Ragnars, þegar hann leggst undir feld til að hugsa hvað muni koma honum sjálfum best í ljósi sögunnar, því það sem kitlar hégómagirnd Ólafs Ragnars mest er að hans verði minnst í sögunni sem forsetans sem gjörbreytti forsetaembættinu og nýtti sér fyrstur forseta heimildina til að synja lögum staðfestingar, þannig að þeim yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram að því hafði verið "dauður" bókstafur í stjórnarskránni.

Steingrímur J. sendir Ólafi Ragnari skýr skilaboð, þegar hann segir að lögin hafi verið afgreidd með "auknum meirihluta" á Alþingi og því sé mikil samstaða um lagasetninguna og þar af leiðandir algerlega út í hött að vísa þeim til endanlegrar afgreiðslu kjósenda.

Ekkert mun skipta máli við afgreiðslu forsetans annað en hans eigið egó og hvað hann sjálfur muni hafa út úr því að synja lögunum staðfestingar. Ólafur var einn óvinsælasti maður þjóðarinnar eftir hrun, en sneri því upp í að verða einn sá vinsælasti á einum degi, þ.e. með því að neita að skrifa uppá frumvarpið gríðaróvinsæla um Icesave II.

Afstaða Ólafs núna mun ráðast af því hvort hann hyggst bjóða sig fram til setu á forsetastóli eitt kjörtímabil enn. Sé það ætlunin mun hann neita lögunum um Icesave III staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sé hann ákveðinn í að hætta í forsetaembættinu að þessu kjörtímabili loknu, mun hann staðfesta lögin og mun ekki skorta orðaforða og orðskrúð til að réttlæta þá gjörð.

Afgreiðala hans mun því væntanlega einnig gefa vísbendingu um hvað hann muni gera í næstu forsetakosningum.


mbl.is Afgreitt með „auknum meirihluta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, ætlar þú að kjósa Ólaf,  bjóði hann sig fram enn á ný?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að treysta á Ólaf ekki neitt val lengur!

Sigurður Haraldsson, 17.2.2011 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband