Ríkisstjórnin hefur engin önnur ráð en skattahækkanir

Samkvæmt álagningarskrám hafa launatekjur lækkað verulega á milli ára, atvinnuleysisbætur hins vegar hækkað gríðarlega og skuldir aukist umfram eignir.  Í viðhangandi frétt kemur þetta m.a. fram:  "Laun og hlunnindi lækkuðu hins vegar allverulega nú eða um 5,8% sem samsvarar 40 mö.kr. enda hefur fjöldi starfandi minnkað, vinnutími styst og víða laun verið lækkuð."

Einnig koma fram skuggalegar upplýsingar um greiðslur úr lífeyrissjóðum, eða eins og þar stendur:  „Hækkun á tekjuskatts- og útsvarsstofni skýrist fyrst og fremst af því að greiðslur úr lífeyrissjóðum jukust verulega á milli ára. Voru greiddir tæpir 92 ma.kr. úr lífeyrissjóðunum á síðasta ári samanborið við tæplega 54 ma.kr. árinu áður."

Þessar auknu greiðslur frá lífeyrissjóðunum byggjast á því, að sífellt fleiri eru farnir að taka út séreignarlífeyrissparnað sinn, bæði þeir sem atvinnulausir eru og margir sem enn hafa vinnu, en launin duga engan veginn fyrir framfæslu fjölskyldnanna og afborgana af lánum.  Það er hrikaleg staða, að fólk á besta aldri skuli þurfa að rústa afkomu sinni í ellinni, til þess að draga fram lífið undir þeirri "norrænu velferðarstjórn" sem nú situr í landinu í flestra óþökk.

Eina ráðið sem ríkisstjórnin kann, til að bregðast við efnahagsvanda þjóðarinnar er að hækka skatta og er hún nú þegar farin að hóta frekari skattahækkunum á næsta ári.

Ráðið, sem best myndi reynast til að rétta við efnahag þjóðarinnar væri að stuðla að eflingu atvinnulífsins og þar með minnkun atvinnuleysisins, en gegn öllu slíku berst ríkisstjórnin með kjafti og klóm og á því eina sviði hefur hún náð miklum árangri.

 


mbl.is Kreppan birtist í skattframtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband