Sérstakur saksóknari stendur fyrir sínu

Embætti sérstaks saksóknara hefur sýnt og sannað að það stendur fyrir sínu, því Hæstiréttur hefur staðfest allar ákvarðanir embættisins fram að þessu, er snúa að aðgerðum gegn sakborningum í meintum glæpaverkum innan bankanna í aðdraganda hrunsins.

Talsvert hefur verið reynt til þess að gera embættisfærslur saksóknarans tortryggilegar, sérstaklega af verjendum sakborninganna, en allar helstu lögfræðistofur landsins munu raka saman fé á næstu árum við varnir hinna ásökuðu og munu hártoga allar ákærur saksóknara og öllu verður áfrýjað til Hæstaréttar, bæði til að fá ákvörðunum hvekkt og ekki síður til að tefja málin eins og kostur verður.

Sérstakur saksóknari hefur sýnt og sannað, að mál sem frá honum koma, eru vel rannsökuð, undirbúin og skýrt fram sett og hafa fyllilega staðist fyrir Hæstarétti.  Allt þetta ætti að útrýma þeim umræðum, sem reynt hefur verið að halda á lofti af leigupennum og fjölmiðlum sakborninga, um vanhæfi Ólafs Þórs og embættis hans.

Allan tímann sem Rannsóknarnefnd Alþingis var að störfum var því haldið á lofti, að nefndin væri einungis að setja saman hvítþfott á kerfinu og banka- og útrásarruglurunum.  Um leið og skýrslan kom út þögnuðu allar efasemdarraddir, enda skýrslan ýtarleg og vönduð.

Vonandi verða þessar jákvæðu fréttir jafnframt til þess að kveða niður vantraust á stjórnmálamönnunum, sem kynt hefur verið undir af einstaklingum og hópum, sem nýtt hafa sér ástandið til að sá hatursáróðri gegn stjórnmálamönnum vegna ótrúlegrar rangtúlkunar á hlutverki þeirra. 

Eftir að kerfið hefur sannað sig, er mál að linni eyðileggingarstarfsemi geng löggjafar- og framkvæmdavaldinu.


mbl.is Máli Sigurðar vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má ekki ske að þessum glæpamönnum og lögfræðingum þeirra takist að koma þeirri hugsun á, að sérstakur saksóknari sé ekki starfi sínu vaxinn! Þetta eru einu rök þessara manna og skelfilegt ef þeim tækist að vinna sín mál á þeim grundvelli.

Ég efast ekki um ágæti Ólafs, það er sennileg vandfundinn jafn hæfur maður á Íslandi í þessa stöðu. Þetta eru glæpamennirnir búnir að átta sig á og því þeirra eina von að reyna að gera lítið úr honum og efast um getu hans.

Fjölmiðlar munu þarna eiga eftir að spila stóra rullu. Ef þeir leyfa þessum glæpamönnum að koma sínum skoðunum að án allrar gagnrýni, gæti illa farið. Eðli málsins samkvæmt á saksóknari ekki gott með að verja sig í fjölmiðlum, um sum mál má hann alls ekki tjá sig. Glæpamennirnir og kónar þeirra geta hinsvegar leift sér að segja hvað sem þeim sýnist, hvort sem það er rétt eða rangt. Því er mikilvægt að þeir fái sem minnstan aðgang að fjölmiðlum landsins. Því miður eru sumir þessara miðla enn í eigu glæpamanna, þessu þarf að kippa í liðinn og slíta öll hugsanleg tengsl þeirra við þá. 

Sem dæmi um aumingjaskap og getuleysi fréttamanna er frétt í fjölmiðlum í gær. Gestur Jónsson lögfæðingur gaf í skyn að handtökuskipunin á Sigurð Einarsson væri ólögmæt vegna þess, meðal annars, að Sigurður hafi ekki verið viðstaddur dómskvaðninguna! Það datt eingum fréttamanni í hug að benda Gesti á þá einföldu staðreynd að ef Sigurður hefði mætt fyrir réttinn hefði væntanlega ekki þurft að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann. Þegar fréttamenn eru að vinna á þessum nótum verður maður smeikur.

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að það á að gera stjórnmálamenn ábyrga, fyrir því fjármálaumhverfi sem að var hér fyrir hrun, þá er einfaldast, að athuga hverjir greiddu atkvæði með tilskipun ESB, varðandi fjármálastarfssemi árið 2002.  Bæði Jóhanna og Steingrímur sögðu já, Davíð Oddsson var fjarverandi og greiddi því ekki atkvæði.  Það er svo spurning hvort hægt hefði verið að setja lög, sem dregið hefði úr vægi þessarar tilskipunnar.  Ég efast samt um að slíkt hefði gengið í gegn og vísa ég þá fyrst og fremst til fársins í kringum "Fjölmiðlafrumvarpið.

 Það er að koma fram í hverju einasta kærumáli gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankana, að blekkingum var beitt í bokhaldi og reikningshaldi bankana, sem endurskoðendu bankana skrifuðu uppá og því varla hægt að reikna með því að t.d. FME, gengi útfrá öðru en að þessir ársreikningar bankana "væru" réttir, eins og endurskoðaðir ársreikninga, eru jafnan hjá alvöru fyrirtækjum. 

 Það er þannig meðal annars í USA, þar sem eftirlitskerfi með fjármálafyrirtækjum er mun öflugra og þróaðra, heldur en hér, að það var ekki fyrr en við fall fjármálafyrirtækja, sem að upp hefur komist um svik, eigenda og stjórnenda bandarískra banka.  

En þetta eru staðreyndir sem að "henta" ekki öllum fjölmiðlaeigendum og stjórnmálamönnum og því er öðru stöðugt haldið fram.  Er því haldið fram á það ákveðinn og meðvitaðan hátt að  "keyptir" eru "pennar" úr háskólasamfélaginu, í þeim eina tilgangi að rýra traust til yfirvalda og fegra þátt glæpamannana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.5.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er hrædd um að Kristinn Karl hafi nokkuð rétt fyrir sér í síðustu málsgreininni hér að ofan. Almennt vantreystir fólk fjölmiðlum og stjórnmálamönnum en bindur vonir við trúverðugleika "fagmanna".

Hvar skyldu þessir "fagmenn" svo finnast nema í háskólasamfélaginu?

Kolbrún Hilmars, 19.5.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Axel

Sérstakur saksóknari hefur sýnt og sannað, að mál sem frá honum koma, eru vel rannsökuð, undirbúin og skýrt fram sett og hafa fyllilega staðist fyrir Hæstarétti.  Allt þetta ætti að útrýma þeim umræðum, sem reynt hefur verið að halda á lofti af leigupennum og fjölmiðlum sakborninga, um vanhæfi Ólafs Þórs og embættis hans.

 Hér er ég þér sammála - en hvað varðar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er ég það ekki - alltof margt hefur komið fram sem hefur verið hrakið - ég batt miklar vonir við þessa skýrslu en þær vonir hafa dofnað verulega - mér fannst eftir kynningablaðamannafundinn að hér væri þetta KOMIÐ - en því miður. Vonandi koma ekki fleiri aðfinnsluverð atriði upp né heldur fleiri atriði sem eru á skjön eða hreinlega röng, villandi eða ósanngjörn.

 Gunnar

 Sem dæmi um aumingjaskap og getuleysi fréttamanna er frétt í fjölmiðlum í gær. Gestur Jónsson lögfæðingur gaf í skyn að handtökuskipunin á Sigurð Einarsson væri ólögmæt vegna þess, meðal annars, að Sigurður hafi ekki verið viðstaddur dómskvaðninguna! Það datt eingum fréttamanni í hug að benda Gesti á þá einföldu staðreynd að ef Sigurður hefði mætt fyrir réttinn hefði væntanlega ekki þurft að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hann. Þegar fréttamenn eru að vinna á þessum nótum verður maður smeikur

 það er ekki úr vegi að þú sendir þessum sömu fréttamönnum ábendingu - Svona vinnubrögð eru of algeng hér - fréttamaður nær ekki samhenginu - - tek undir það að hleypa lögmönnum ræningjanna ekki í fjölmiðla.

------------------------------------------

Kristinn Karl

Það er þannig meðal annars í USA, þar sem eftirlitskerfi með fjármálafyrirtækjum er mun öflugra og þróaðra, heldur en hér, að það var ekki fyrr en við fall fjármálafyrirtækja, sem að upp hefur komist um svik, eigenda og stjórnenda bandarískra banka. 

Rétt er það - en lögmenn þar eru klókir - sbr. O.J.Simpson - slík saga má ekki gerast hér -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.5.2010 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband