Stofnfjárbréf og Nígeríubréf

Árum saman hefur fólk verið varað við svokölluðum Nígeríubréfum, en þau eiga það sameiginlegt að lofa viðtakandanum háum áhættulausum gróða, oftast sem næmi tugmilljónum króna, einungis gegn því að gefa upp bankanúmerið sitt og að sjálfsögðu að greiða kostnað vegna millifærslunnar.  Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, er alltaf einn og einn sem lætur glepjast af gylliboðunum og tapar í kjölfarið á því, mismunandi miklu, eftir trúgirni sinni.

Núna kemur fjöldi manna fram í dagsljósið og segist hafa litið á hluta- og stofnfjárbréfakaup, sem fjármögnuð voru með lánum, allt upp í nokkur hundruð milljónir króna, sem áhættulaus viðskipti sem ekki væri hægt að tapa á, einungis væri hægt að græða ótrúlegar fúlgur á viðskiptunum og ef illa færi, þá sæti einungis lánveitandinn í súpunni, en lántakandinn væri þar með laus allra mála, með þegar fengnar arðgreiðslur sem bónus fyrir þessi snjöllu viðskipti.

Jakkafataklæddir menn úr Reykjavík eiga að hafa farið um landið og sannfært fólk um áhættuleysi þessara viðskipta og hver sem á vegi þeirra varð stökk á tilboðið, vegna þess að gróðavonin var svo mikil og áhættan engin.  Reglan um að það sem liti út fyrir að vera of gott til að geta verið satt, var algerlega sniðgengin og stokkið á viðskiptin með gróðavonina eina að leiðarljósi.

Hefðu þessir jakkaklæddu menn verið frá Nígeríu, skyldu þá margir hafa stokkið á vagninn? 


mbl.is Sögðu að lán til stofnfjárkaupa væru áhættulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband